Innlent

Hljóp sitt besta maraþon rétt áður en hörmungarnar dundu yfir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet Margeirsdóttir hlaupakona og næringarfræðingur.
Elísabet Margeirsdóttir hlaupakona og næringarfræðingur. Mynd/ Stefán.
„Ég var ekki á staðnum, upplifði bara mitt besta og skemmtilegasta maraþonhlaup hingað til. Þar til komið var upp á herbergi og kveikt á sjónvarpinu," segir Elísabet Margeirsdóttir, næringafræðingur og veðurfréttamaður á Stöð 2, um það hvernig hún upplifði sprengingarnar í Boston í gær. Hún er í hópi 35 Íslendinga sem tóku þátt í hlaupinu. Elísabet telur að hún hafi verið rétt komin á hótelið þegar fyrsta sprengjan sprakk.

Hún segist ekki hafa orðið vör við sprengingarnar. „En sáum út um gluggann alla lögreglu og sérsveitarbílana streyma að og tugir sjúkrabíla allt í kring," segir hún. „Þetta var sérstakur dagur, allir að standa sig svo vel og njóta þess að hlaupa í frábærum aðstæðum hér í Boston. Ég hef sjaldan verið svona glöð eftir hlaup og í gær," segir hún. En svo hafi hún fengið hörmungarfréttirnar.

Elísabet kemur heim til Íslands eftir eina viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×