Innlent

Prestastefna sett í dag

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, setur prestastefnuna.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, setur prestastefnuna.
Prestastefna verður sett klukkan sex í dag með helgistund í Háteigskirkju, en þar mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytja stefnuræðu sína. Þetta er fyrsta prestastefnan sem hún kallar til eftir að hún tók við embætti um mitt síðasta ár. Prestar munu ganga hempuklæddir til kirkju. Meginefni Prestastefnu að þessu sinni er sýn kirkjunnar á prestsembættið í sögu og samtíð. Prestastefnu verður slitið með messu í Háteigskirkju klukkan tvö á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×