Innlent

Næturlokun frestað um viku

Hvalafjarðargöngin verða opin áfram
Hvalafjarðargöngin verða opin áfram
Fyrirhugaðri næturlokun í Hvalfjarðargöngum hefur verið frestað um eina viku. Stefnt er á að lokað verði fyrir umferð tvær nætur í röð, aðfaranótt mánudags 22. apríl og aðfaranótt þriðjudags 23. apríl.

Á heimasíðu Spalar kemur fram að leita hafi þurft aðfanga erlendis vegna viðhalds búnaðar en þau ekki borist í tæka tíð. Því hafi verið óumflýjanlegt að fresta lokuninni. - hó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×