Borgarbúar af 130 þjóðernum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. apríl 2013 07:00 Jón Gnarr borgarstjóri „Mér finnst fyrst og fremst jákvætt að innflytjendum fjölgi í Reykjavík. Það er til marks um að hér sé gott að búa,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri um þá þróun að hlutfall innflytjenda í Reykjavík hefur tvöfaldast á tíu árum. Af tæplega 120 þúsund borgarbúum eru innflytjendur yfir þrettán þúsund, af um 130 þjóðernum. Þetta þýðir að hlutfall innflytjenda í borginni er nú 11,1 prósent. Það var 5,5 prósent fyrir áratug. Mikill munur er á hlutfalli innflytjenda eftir hverfum. Hæst er það á Kjalarnesi, 34,2 prósent. Í Efra-Breiðholti er hlutfallið 24,6 prósent og í miðbænum 19,1 prósent. Í sumum hverfum er hlutfallið undir fimm prósentum. Þennan mikla mun milli hverfa segir Jón ekki æskilegan. Borgin vilji að innflytjendur samlagist frekar en að safnast saman í ákveðnum hverfum – eins og hafi til dæmis gerst sums staðar á Norðurlöndunum. „Við getum lært af mistökum sem gerð hafa verið annars staðar með því að sveitarfélagið aðstoði fólk við að aðlagast borginni, atvinnulífinu og félagslífinu,“ segir Jón, sem kveður ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu almennt mjög sýnilegan. „Þeir sem hafa hæstu tekjurnar velja sér búsetusvæði með ákveðnum gæðum en efnaminna fólk safnast fyrir annars staðar. Það finnst mér ekki spennandi þróun.“ Þá segir Jón það heillandi að í Reykjavík búi fólk af 130 þjóðernum. „Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta. Nútímaleg samfélög eru fjölmenningarleg og það er að gerast um allan heim. Við erum ekki undanskilin og ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér,“ segir borgarstjórinn í Reykjavík. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
„Mér finnst fyrst og fremst jákvætt að innflytjendum fjölgi í Reykjavík. Það er til marks um að hér sé gott að búa,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri um þá þróun að hlutfall innflytjenda í Reykjavík hefur tvöfaldast á tíu árum. Af tæplega 120 þúsund borgarbúum eru innflytjendur yfir þrettán þúsund, af um 130 þjóðernum. Þetta þýðir að hlutfall innflytjenda í borginni er nú 11,1 prósent. Það var 5,5 prósent fyrir áratug. Mikill munur er á hlutfalli innflytjenda eftir hverfum. Hæst er það á Kjalarnesi, 34,2 prósent. Í Efra-Breiðholti er hlutfallið 24,6 prósent og í miðbænum 19,1 prósent. Í sumum hverfum er hlutfallið undir fimm prósentum. Þennan mikla mun milli hverfa segir Jón ekki æskilegan. Borgin vilji að innflytjendur samlagist frekar en að safnast saman í ákveðnum hverfum – eins og hafi til dæmis gerst sums staðar á Norðurlöndunum. „Við getum lært af mistökum sem gerð hafa verið annars staðar með því að sveitarfélagið aðstoði fólk við að aðlagast borginni, atvinnulífinu og félagslífinu,“ segir Jón, sem kveður ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu almennt mjög sýnilegan. „Þeir sem hafa hæstu tekjurnar velja sér búsetusvæði með ákveðnum gæðum en efnaminna fólk safnast fyrir annars staðar. Það finnst mér ekki spennandi þróun.“ Þá segir Jón það heillandi að í Reykjavík búi fólk af 130 þjóðernum. „Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta. Nútímaleg samfélög eru fjölmenningarleg og það er að gerast um allan heim. Við erum ekki undanskilin og ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér,“ segir borgarstjórinn í Reykjavík.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira