Innlent

Úrúgvæ lögleiðir hjónabönd samkynhneigðra

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það var líf og fjör fyrir utan þinghúsið þegar lögin voru samþykkt.
Það var líf og fjör fyrir utan þinghúsið þegar lögin voru samþykkt. Mynd/AP
Úrúgvæ er þriðja Ameríkulandið til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra á eftir Kanada og Argentínu, eftir að meirihluti þingmanna samþykkti ný hjúskaparlög í landinu. Lögin kveða einnig á um það að samkynja pör geti ættleitt börn eða farið í tæknifrjóvgun.

Broad Front, stjórnarmeirihluti vinstriflokka, með forsetann José Mujica í fararbroddi, studdi lögin, en þau munu taka gildi innan nokkurra daga.

Að vanda mátti finna andstæðinga laganna á íhaldssama vængnum, sem báru þó ekki erindi sem erfiði þar sem 71 þingmaður af 92 kaus með tillögunni.

„Þetta er sögulegur viðburður,“ segir Federico Grana, leiðtogi réttindasamtakanna Black Sheep Collective, en hann reiknar með að fyrstu giftingarnar geti farið fram í júlí að lokinni skriffinsku.

Einnig var lögum um giftingaraldur breytt, en fram að þessu höfðu tólf ára stúlkur og fjórtán ára drengir getað gengið í hjónaband. Nú verða einstaklingar af báðum kynjum að hafa náð sextán ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×