Innlent

Bæjarstjórinn í Eyjum segir að þegar einn græði, græði allir

Elliði Vignisson er að vonum kátur með gott gengi í Eyjum.
Elliði Vignisson er að vonum kátur með gott gengi í Eyjum.
Rekstur Vestmannaeyjabæjar, bæði A og B hluta, var jákvæður um 530 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er um sjöfalt betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir.?

Í ársreikningi bæjarins kemur m.a. fram að rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu tæpum 4,3 milljörðum kr. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á tæpa 3,4 milljarða króna.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam tæpum fimm milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall yfir 50%.

Bæjarstjórinn segir að þessi árangur komi öllum til góða. „Það gengur vel í Vestmannaeyjum. Meðan veiðist vel, þá gengur vel. Menn skulu hafa það hugfast að þetta verður allt til með útsvarinu. Útsvarið eru tekjur Vestmannaeyja. En, útsvarið þýðir þá líka skatttekjur til ríkisins. Þannig að, þegar einn græðir, þá græða allir,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×