Innlent

Afli í mars var 207.000 tonn

Aukningu í uppsjávarafla má rekja til meiri loðnuveiði. fréttablaðið/hari
Aukningu í uppsjávarafla má rekja til meiri loðnuveiði. fréttablaðið/hari
Heildarafli íslenskra skipa í mars nam alls 207.026 tonnum samanborið við 193.340 tonn í mars 2012, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Botnfiskafli dróst saman um 988 tonn frá mars 2012 og nam rúmum 45.100 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 25.800 tonn. Ýsuaflinn nam tæpum 5.000 tonnum, sem er rúmum 1.500 tonnum minni afli en í mars 2012. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×