Innlent

Útlit fyrir verulega lækkun verðbólgu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greining Arion banka telur að engin breyting hafi orðið á neysluverðsvísitölunni frá því í mars og að tólf mánaða verðbólga muni fara úr 3,9% niður í 3,2% í apríl. Ástæðan er meðal annars rakin til verulegrar styrkingar krónunnar frá því í janúar.

Greining Arion segir að hvort sem miðað sé við lok janúar eða miðjan febrúar síðastliðinn megi sjá að styrking krónunnar hafi verið veruleg og hún hafi komið fram í mælingu neysluverðsvísitöluna fyrir mars og muni gera áfram í apríl og á næstu mánuðum. Bráðabirgðaspá Greiningar gerir ráð fyrir að það verði engin verðbólga í maí, 0,3% hækkun í júní og 0,6% lækkun í júlí. Gangi bráðabirgðaspáin eftir mun ársverðbólga mælast 3% í júlí.

Hagstofa Íslands mun birta verðbólgutölur 29. apríl næstkomandi. Greining Arion telur að það sem muni ráða úrslitum um hversu mikil breytingin verður í neysluverðsvísitölunni sé hversu hratt styrkingin kemur fram í verðlagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×