Innlent

Ensku skipt út fyrir íslensku

Harpa Landsbankinn getur gengið inn í samninginn sem fyrr.
Harpa Landsbankinn getur gengið inn í samninginn sem fyrr.
Vegna endurskipulagningar á fyrirtækjaformi Hörpunnar hefur verið gerð ný útgáfa af samningi um verkefnið milli ríkisins og Reykjavíkurborgar annars vegar og Hörpu TR ohf. hins vegar. Harpa TR er nú viðsemjandi í stað Austurhafnar TR ohf.

Til þess að Landsbankinn, lánveitandi Hörpu, haldi sömu tryggingu og áður, verður honum heimilt að ganga inn í veðsamning Hörpu og Landsbankans ef til þjónustufalls Hörpu kemur.

Við endurskoðun samningsins var hann jafnframt hafður á íslensku í stað ensku útskýrði borgarlögmaður í greinargerð til borgarráðs.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×