Innlent

Próflaus í tvö ár á Landspítala

Svavar Hávarðsson skrifar
Til greina kemur að kæra starfsmanninn til lögreglu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. fréttablaðið/vilhelm
Til greina kemur að kæra starfsmanninn til lögreglu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. fréttablaðið/vilhelm fréttablaðið/vilhelm
Landspítalinn hefur komist að því að starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans hefur starfað þar í tvö ár án þess að hafa tilskilin réttindi sem hjúkrunarfræðingur. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir lítið hægt að tjá sig um málið að svo stöddu. „Við erum að skoða málið og höfum ekki ákveðið hvort það verður kært til lögreglu.“

Spurður hvort ekki verði hafin athugun á starfsmannamálum spítalans til öryggis og verkferlum breytt vill Björn stíga varlega til jarðar. Hann segir ekki liggja fyrir hvað fór úrskeiðis við ráðningu starfsmannsins en verið sé að athuga það.

Landlæknisembættinu hefur verið tilkynnt um málið. Björn telur að landlæknir eigi að kanna feril starfsmannsins innan spítalans og hvaða þjónustu hann veitti á þeim tíma sem hann starfaði þar undir fölsku flaggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×