Innlent

Falsaðir seðlar í notkun í Vestmannaeyjum

Síðdegis í gær var lögreglu tilkynnt um innbrot á veitingastaðinn Lundann í Vestmannaeyjum en innbrotsþjófarnir höfðu farið inn um glugga á annaari hæð hússins. Það eina sem stolið var voru ljósritaðir peningaseðlar sem voru hluti af listaverki inni á staðnum.

Við rannsókn lögreglu kom í ljós að falsaðir peningaseðlar höfðu verið notaðir í viðskiptum í nokkrum af verslunum bæjarins.

Bárust böndin fljótlega að þremur ungmennum í kringum tvítugt og voru þau handtekinn skömmu síðar.

Í fórum þeirra fundust þessir ljósrituðu peningaseðlar og viðurkenndu þau að hafa notað þá í viðskiptum. Einn af þremmenningunum viðurkenndi hafa brotist inn á Lundann kvöldið áður og stolið peningunum en sagði hin tvö ekki hafa komið nálægt innbrotinu.

Málið telst að mestu upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×