Innlent

Einn á slysadeild eftir snjóflóð

Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Úr safni.
Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla, á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, nú í kvöld. Einn hefur verið fluttur á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Sá var að skíða í fjallinu en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður, að sögn varðstjóra.

Snjóflóðið var nokkuð stórt og hefur Ólafsfjarðarvegi verið lokað. Lögreglan á Dalvík er á vettvangi. Mikil snjóflóðahætta hefur verið á þessu svæði síðustu daga.

Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×