Innlent

Fá vinnu í þrjár vikur í sumar

Nemendur úr 9. og 10. bekk fá vinnu í Vinnuskólanum en 8. bekkingar ekki.Fréttablaðið/Pjetur
Nemendur úr 9. og 10. bekk fá vinnu í Vinnuskólanum en 8. bekkingar ekki.Fréttablaðið/Pjetur
Reykjavíkurborg hefur nú opnað fyrir skráningu grunnskólanemenda í Vinnuskóla borgarinnar. Allir nemendur sem sækja um fá vinnu í þrjár vikur í sumar, en vinnunni er skipt niður á tvö tímabil svo ekki vinna allir sömu þrjár vikurnar.

Nemendur úr 9. og 10. bekk geta skráð sig í skólann fram til föstudagsins 17. maí. Nemendur úr 8. bekk fá ekki vinnu hjá borginni í sumar, að því er fram kemur á vef borgarinnar.

Áætlað er að um 1.600 nemendur komi til starfa í Vinnuskólanum í sumar. Skráning fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×