Innlent

Vafasamur ökumaður

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Lögreglan greip vafasaman ökumann glóðvolgan í nótt.
Lögreglan greip vafasaman ökumann glóðvolgan í nótt.
Nánast allt var að sem hugsast getur hjá ökumanni sem lögreglan greip glóðvolgan í nótt.

Skömmu eftir miðnætti í nótt var ökumaður stöðvaður í Reykjavík. Maðurinn reyndist vera próflaus á stolnum bíl og bíllinn með stolin skráningarnúmer. Hann var auk þess eftirlýstur af lögreglu og grunaður um að vera undir áhrifum. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×