Innlent

Löggan í hassi

Lögreglan á Suðurnesjum stóð í ströngu um helgina við að ná í skottið á kanabisneytendum.
Lögreglan á Suðurnesjum stóð í ströngu um helgina við að ná í skottið á kanabisneytendum.
Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði nær hundrað grömmum af kannabisefnum í húsleit sem gerð var í umdæminu um helgina. Farið var í húsleitina að fengnum úrskurði héraðsdóms Reykjaness. Grunur lék á að fíkniefnasala færi fram í húsnæðinu þar sem leitað var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni:



Þegar lögreglu bar að garði var þar fyrir húsráðandi ásamt fleira fólki. Hann framvísaði jónu sem hann var að reykja bakdyramegin í húsinu. Við leitina fundust svo ofangreind fíkniefni, að sögn lögreglu sem stóð í ströngu í eltingarleik við hassið. Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá ökumenn, sem allir voru uppvísir að því að aka undir áhrifum fíkniefna. Rúmlega fertug kona reyndist hafa neytt kannabisefa, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Við leit á heimili hennar fannst kannabisefni í handtösku.

Þá stöðvaði lögregla akstur tæplega tvítugs karlmanns, sem reyndist ekki vera með ökuskírteini meðferðis. Gaus megn kannabislykt út úr bíl hans þegar hann steig út úr honum. Hann viðurkenndi kannabisneyslu. Það gerði einnig farþegi sem var í bílnum með honum.

Loks var karlmaður á fertugsaldri stöðvaður og játaði hann neyslu á kannabis eftir að hann hafði verið færður á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×