Innlent

Nýtt hlutverk fundið á Níuna

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Hegningarhúsið á Skólavörðustíg er elsta fangelsið á Íslandi. Það er oft kallað Nían.
Hegningarhúsið á Skólavörðustíg er elsta fangelsið á Íslandi. Það er oft kallað Nían.
Ögmundur Jónasson kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að efnt yrði til hugmyndasamkeppni um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að fangelsisstarfsemin í Hegningarhúsinu verði lögð af þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði tekur til starfa.

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að áhugavert sé að gefa því gaum hvernig húsið verði best nýtt í framtíðinni og nauðsynlegt sé að slík hugmynd sé rædd við Reykjavíkurborg, húsafriðunarnefnd, ferðaþjónustuna, menningarsamtök og aðra aðila sem gætu lagt fram hugmyndir. Því sé sú hugmynd sett fram að sem fyrsta skref verði efnt til opinnar hugmyndasamkeppni um notkun hússins. Að fengnum tillögum yrðu þær faldar starfshópi ýmissa aðila til frekari úrvinnslu.

Jafnframt þurfi að móta og ákveða hvort ríkisstjórnin hafi áfram eignarhald eða hvort eðlilegt sé að Reykjavíkurborg kæmi þar að málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×