Innlent

Íslendingarnir heilir á húfi - "Þetta er skelfing"

„Eins og staðan er núna þá held ég að það sé búið að ná í alla Íslendinga og þeir eru á heilir á húfi,“ segir Magnús Þór Jónsson, sem er einn af þrjátíu og fimm Íslendingum sem tóku þátt í maraþoninu í Boston í kvöld.

Tvær öflugar sprengjur sprungu við marklínu maraþonsins í borginni í kvöld. Að minnsta kosti tveir eru látnir og yfir hundrað eru særðir.

„Við ætlum að hittast núna klukkan hálf sjö að staðartíma og fara yfir stöðuna. Við erum bara beðin að vera uppi á hóteli. Það er verið að fara yfir það hvort allir séu ekki örugglega á hótelinu. Ástandið í borginni er mjög slæmt. Þetta er bara skelfing,“ segir Magnús Þór í samtali við Vísi.

„Ég hef í rauninni aldrei upplifað annað eins. Það er svolítið sérstakt að verða vitni að þessu, maður er nýbúinn að hlaupa 42 kílómetra og er ekki alveg í standi til að meta þetta. En maður er að átta sig á þessu núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×