Fleiri fréttir

Fjöldi fólks á brennu

Það var talsverður mannfjöldi saman kominn á Geirsnefi núna í kvöld þegar kveikt var upp í brennunni.

Tími mikilvægra ákvarðana á atvinnumarkaði

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að framundan sé tími mikilvægra ákvarðana á vinnumarkaði. Í áramótaávarpi sínu, sem sjónvarpað var nú í kvöld, vakti hún athygli á því að endurskoðunarákvæði kjarasamninga væru opin nú í janúar. Hún sagði að það skipti gríðarlega miklu máli að samningalotan sem framundan er verði nýtt til að tryggja áframhaldandi lífskjarasókn fyrir launafólk.

Myndir ársins 2012 - Stormasamt ár kveður

Úrval gæðamynda frá ljósmyndurum Fréttablaðsins og Vísis. Þetta var árið sem Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn til setu á Bessastöðum sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Íslands. Eins kom Landsdómur saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, og var málið eitthvert það umdeildasta í samtímasögu Íslands. Stór hrunmál komu til kasta dómstóla. Þessum átökum lands og þjóðar má finna stað í myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis völdu sem lýsandi vitnisburð fyrir árið sem er að kveðja.

Brennur falla niður

Áramótabrenna í Mývatnssveit fellur niður vegna veðurs í kvöld og frestast fram á annað kvöld. Þá hefst hún klukkan 21:00 en þá fer einnig fram flugeldasýning björgunarsveitarinnar.

Of monsters and men og Agnes menn ársins

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er annar maður ársins hjá Stöð 2. Hún er fyrsti kvenbiskupinn í þúsund ára sögu kirkjunnar hér á landi, en 110 karlmenn hafa farið með þetta embætti á undan henni.

Of Monsters and men líka menn ársins

Hljómsveitin Of Monsters and men er einnig menn ársins hjá Stöð 2. Það er óhætt að segja að hljómsveitin hafi farið sigurför um allan heim en afrek þeirra á alþjóðlegum tónlistarvettvangi hefur verið með ólíkindum. Þau segja sjálf að þau hafi ekkert breyst þrátt fyrir velgengni sína.

Agnes maður ársins

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er annar maður ársins hjá Stöð 2. Hún er fyrsti kvenbiskupinn í þúsund ára sögu kirkjunnar hér á landi, en 110 karlmenn hafa farið með þetta embætti á undan henni.

Vegurinn til Flateyrar lokaður vegna snjóflóðahættu

Vegna snjóflóðahættu eru vegurinn til Flateyrar lokaður samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Einnig eru vegirnir á milli Ísafjarðar og Súðavíkur, úr Fljótum um Siglufjarðarveg til Siglufjarðar og frá Dalvík til Ólafsfjarðar lokaðar og verða það allavega til morguns.

Bjarni um skuldamál heimilanna: Vill ábyrg loforð

"Ég held að það skipti miklu máli að sýna ábyrgð í þessum málaflokki,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í Kryddsíldinni þegar hann var spurður hvað flokkur hans vildi gera í skuldamálum heimilanna.

Kryddsíldin: Sýndum styrk með því að samþykkja fjárlagafrumvarpið

"Ég er sáttur við árið 2012, og þrátt fyrir gasprið þá sýndi ríkisstjórnin styrk sinn með því að klára fjárlagafrumvarpið,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um árið sem er að líða í kryddsíldinni á Stöð 2, þegar hann var spurður um það hvernig hann liti á árið sem væri að líða.

Kryddsíldin 2012 á Vísi

Kryddsíldin hefst klukkan 14:00 á Stöð 2 í dag. Athygli er vakin að Kryddsíldin verður í ólæstri dagskrá eins og undanfarin ár. Þar munu leiðtogar þingflokkana fara yfir árið. Fréttamennirnir Lóa Pind Aldísardóttir, Edda Andrésdóttir og Kristján Már Unnarsson munu stjórna umræðunum.

Guðfríður Lilja segir af sér

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, lætur af þingmennsku um áramótin.

Vuvuzela-lúðurinn veldur ónæði í Vestmannaeyjum

Það muna líklega flestir knattspyrnuaðdáendur eftir Vuvuzela-lúðrinum alræmda sem varð heimsfrægur á svipstundu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem var haldið í Suður-Afríku árið 2010. Alræmdur er líklega betra orð yfir það.

Rýmingu á Ísafjarðarflugvelli aflétt

Rýmingu á Ísafjarðarflugvelli var aflétt í morgun samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Veður mun eiga að ganga niður eftir hádegið og verður hægt batnandi fram á morgundag, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Hættustigi aflétt að hluta til

Hættustigi hefur verið aflýst á Selfossi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi samkvæmt upplýsingum Almannavarna. Enn er ófært á milli flestra þéttbýlisstaða á Vestfjörðum en verið er að moka veginn til Suðureyrar.

Fjölmargir rafmagnsstaurar brotnir

Vinnuflokkur RARIK vann við viðgerð á rafmagnslínum við Neðri-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu í nótt. Það var Steinþór Logi Arnarsson sem tók meðfylgjandi myndir af viðgerðunum en í ljós kom að það reyndust að minnsta kosti 9 staurar hafa brotnað í óveðrinu sem hefur geisað á svæðinu um helgina.

Rifbeinsbrotnaði eftir bíóferð

Eitthvað var um hálkuslys í gærkvöldi og ástæða til þess að brýna fyrir fólki að fara varlega í færðinni. Þannig féll einstaklingur við á bifreiðastæði við Hyrjarhöfða í Reykjavík seint í gærkvöldi og er talið að hann hafi ökklabrotið sig.

Fíkniefnasali réðst á lögregluþjón

Lögreglan handtók fíkniefnasala í gærkvöldi sem stundaði viðskipti sín fyrir utan sundlaug í Grafarvogi. Maðurinn er grunaður um að hafa selt fíkniefni til fjögurra einstaklinga fyrir utan laugina. Kaupendurnir voru einnig handteknir.

Eldur á Hverfisgötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Hverfisgötu um klukkan hálf fimm í nótt en þar logaði eldur í íbúð á þriðju hæð.

Of erfitt að hlaupa í miðbæ Reykjavíkur

Skipuleggjendur Gamlárshlaups ÍR segja almenna ánægju með nýja hlaupaleið í iðnaðarhverfi borgarinnar, enda hafi verið erfitt að hlaupa í miðbænum. Þeir eru tilbúnir að endurskoða ákvörðun um að hætta að hlaupa í miðborginni fyrir hlaupið á næsta ári.

Vilja bann strax við öflugum skoteldum

Hversu mörgum líkamshlutum á vera leyfilegt að fórna?? Þannig spyrja fjórir læknar í umræðugrein í sænska læknablaðinu þar sem þeir lýsa sprengjuáverka sem 13 ára drengur hlaut um áramótin í fyrra. Flugeldur skaust í lærið á drengnum af 10 til 15 metra færi og tættist lærið í sundur.

Byssueign landans skilar Íslandi 15. sæti heimslistans

Almenningur í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi á fleiri byssur en hér gerist. Danir eiga miklu færri. Næstum níu af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eiga skotvopn. Hér eru til byssur handa tæpum þriðjungi landsmanna samkvæmt samantekt Gunpolicy.org.

Hetjurnar í Sundhöll Reykjavíkur

Maður var hætt kominn í Sundhöll Reykjavíkur í gær. Snarræði sundlaugavarða varð honum til lífs. Vaktina hefur tvívegis bjargað fólki frá drukknun á um tveimur árum.

Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru

Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi.

Of Monsters and Men verða gestir Kryddsíldar

Meðlimir hljómsveitarinnar Of Monsters and Men verða sérstakir gestir Kryddsíldar Stöðvar 2, sem sýnd verður á morgun, gamlársdag. Í hinum árlegu umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna taka þátt þau Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þór Saari og Guðmundur Steingrímsson. Val Stöðvar 2 á Manni ársins verður kynnt í þættinum og áhorfendur fá að hlýða á tónlist Of Monsters and Men, jafnframt því sem rætt verður við hljómsveitarmeðlimi. Kynnir Kryddsíldar er Edda Andrésdóttir en þau Kristján Már Unnarsson og Lóa Pind Aldísardóttir stjórna umræðum. Útsendingin hefst klukkan tvö.

Betri ökumenn á ferðinni nú en oft áður

Alls hafa níu einstaklingar látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Greining á slysum sem áttu sér stað í nóvember og desember stendur nú sem hæst en augljóst er að alvarlegum umferðarslysum fækkar verulega milli ára.

Viðgerðarmenn á leið vestur

Viðgerðarmenn voru fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar vestur á firði í dag. Samkvæmt upplýsingum úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fór þyrlan í loftið á öðrum tímanum.

Reykjanesbraut opin á ný

Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný. Sextíu farþegar voru um borð í rútu Kynnisferða sem eldur kom upp í á Reykjanesbrautinni í morgun.

Hættustigi aflétt víða

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna í umdæmi lögreglustjórana á Selfossi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranes. Óveðrið sem geisar hefur síðustu daga hefur haft lítil áhrif á þessi svæði.

Sjúklingurinn kominn til Ísafjarðar

Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri var kölluð til um hádegisbilið í dag til að fylgja sjúkrabifreið vegna ófærðar. Sjúklingurinn var fluttur sjóleiðina frá Flateyri að Holtsbryggju og þaðan frá Holti í Önundarfirði til Ísafjarðar þar sem honum var komið undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirðir gekk vel að flytja sjúklinginn. Það þurfti þó að fá snjóblásara á staðinn á Ísafirðir til að moka á undan sjúkrabílnum.

Fjölmörg snjóflóð hafa fallið

Veðurstofu hefur borist fjölmargar tilkynningar um snjóflóð á Vestfjarðarkjálkanum síðasta sólarhring. Snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu segir að líklegt sé að tugir snjóflóða hafi fallið í Súðarvíkur- og Kirkjubólshlíðinni. Ljóst sé að mörg snjóflóð hafi fallið inn með dölum og upp til fjalla. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi valdið skemmdum eða tjóni á svæðinu.

Sextíu farþegar í rútunni - Reykjanesbrautin enn lokuð

Sextíu farþegar voru um borð í rútu Kynnisferða sem eldur kom upp í á Reykjanesbrautinni í morgun. Engan sakaði og þökkuðu farþegar sínu sæla fyrir að búið var að seinka flugi. Reykjanesbrautin er enn lokuð en góð hjáleið er opin um vallahverfið í Hafnarfirði.

Víða ófært í dag

Veður mun ganga hægt niður í dag en áfram má búast við stormi með éljum og snjókomu vel fram eftir degi og hvassviðri í kvöld. Á Vestfjörðum eru vegir enn meira eða minna lokaðir og ófærir en hið sama er upp á teningnum víða um land.

Fremur rólegt hjá björgunarmönnum í nótt

Fremur rólegt var Slysavarnafélaginu Landsbjörg í nótt. Að sögn Gunnars Stefánssonar, starfandi framkvæmdastjóra, var björgunarsveitin á Flateyri kölluð út snemma í morgun til að aðstoða sjúkrabíl vegna ófærðar.

Sjá næstu 50 fréttir