Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2025 06:51 Eins og sakir standa eru einstaklingar nokkuð úrræðalausir gagnvart djúpfölsunum, sem nánast hver sem er getur framleitt með gervigreindinni. Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Höfundarréttarfélags Íslands, segir að forvitnilegt verði að fylgjast með þróun frumvarps sem nú liggur fyrir í Danmörku, þar sem tryggja á einstaklingum höfundarréttinn að eigin persónu og rödd. Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“ Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira
Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“
Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira