Innlent

Tími mikilvægra ákvarðana á atvinnumarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir segir að mikilvægt sé að halda áfram lífskjarastefnu fyrir launafólk.
Jóhanna Sigurðardóttir segir að mikilvægt sé að halda áfram lífskjarastefnu fyrir launafólk.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að framundan sé tími mikilvægra ákvarðana á vinnumarkaði. Í áramótaávarpi sínu, sem sjónvarpað var nú í kvöld, vakti hún athygli á því að endurskoðunarákvæði kjarasamninga væru opin nú í janúar. Hún sagði að það skipti gríðarlega miklu máli að samningalotan sem framundan er verði nýtt til að tryggja áframhaldandi lífskjarasókn fyrir launafólk.

„Slík lífskjarasókn landsmanna byggir á áframhaldandi friði á vinnumarkaði og sátt um bætt kjör þeirra sem lakast standa. Þar þurfa menn að mínu mati að horfa sérstaklega til láglaunastétta og fjölmennra kvennastétta og endurmeta störf þeirra. Vonandi náum við líka árangri með því átaki sem stjórnvöld eru að ráðast í til að vinna gegn launamun kynjanna, í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn,‟ sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði að allir aðilar vinnumarkaðarins þyrftu að koma að borðinu í þessum efnum – ríkið, sveitarfélögin, launþegahreyfingin og atvinnurekendur á almennum markaði. Allir þessir aðilar beri ríka ábyrgð á að tryggja hér áframhaldandi frið á vinnumarkaði og áframhaldandi lífskjarasókn.

Áramótaávarp forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×