Innlent

Vuvuzela-lúðurinn veldur ónæði í Vestmannaeyjum

Ungmenni í Suður-Afríku blása í Vuvuzela lúðurinn.
Ungmenni í Suður-Afríku blása í Vuvuzela lúðurinn.
Það muna líklega flestir knattspyrnuaðdáendur eftir Vuvuzela-lúðrinum alræmda sem varð heimsfrægur á svipstundu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem var haldið í Suður-Afríku árið 2010. Alræmdur er líklega betra orð yfir það.

Það er því óhætt að segja að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki vitað hvar á sig veðrið stóð þegar ómur úr þessum alræmda lúðri ómaði á götum bæjarins aðfaranótt laugardagsins síðasta.

Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um hávaða og kom á vettvang. Þar fundu þeir mann sem blés í lúðurinn eins og árið væri 2010.

Lúðurinn var tekinn af manninum og honum lesinn pistilinn um að vera ekki að raska svefni fólks. Manninum var jafnframt kynnt að hann gæti nálgast lúðurinn á lögreglustöðinni þegar hann væri orðin allsgáður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×