Innlent

Kryddsíldin: Sýndum styrk með því að samþykkja fjárlagafrumvarpið

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
„Ég er sáttur við árið 2012, og þrátt fyrir gasprið þá sýndi ríkisstjórnin styrk sinn með því að klára fjárlagafrumvarpið," sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um árið sem er að líða í kryddsíldinni á Stöð 2, þegar hann var spurður um það hvernig hann liti á árið sem væri að líða.

Hann segir að ríkisstjórnin hafi lokið áformum sínum um ríkisfjármálin, „og við höfum lyft grettistaki í ríkisfjármálum, þetta fór framhjá mörgum. Og við erum hér enn eftir þennan ævintýralega tíma," sagði Steingrímur og bætti við að síðustu fjögur ár ættu sér enga hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu.

„Engin ríkisstjórn á lýðveldistímanum hefur þurft að takast á við svona erfið verkefni," sagði Steingrímur. „Við ætlum að klára þetta kjörtímabil," bætti hann við að lokum.

Athugið að útsending Stöðvar 2 virðist vera læst að hluta. Verið er að vinna í því að bæta úr því eftir því sem Vísir kemst næst.

Hægt er að horfa á útsendinguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×