Innlent

Festi sig á brú - Garðar kom til bjargar

Húsavík.
Húsavík.
Björgunarsveitin Garðar á Húsavík kom konu til bjargar sem hafði fest sig á fólksbíl á brúnni yfir Laxá.

Konan virtist hafa ætlað að komast yfir til Húsavíkur en lenti í skafli á brúnni og þurfti að dúsa þar í um 20 mínútur þar til björgunarsveitarmenn komu og losuðu hana. Það væsti ekki um konuna á meðan.

Eftir að búið var að losa hana gat hún ekið sömu leið til baka, enda meira eða minna ófært að Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×