Innlent

Vegurinn til Flateyrar lokaður vegna snjóflóðahættu

Vegna snjóflóðahættu eru vegurinn til Flateyrar lokaður samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Einnig eru vegirnir á milli Ísafjarðar og Súðavíkur, úr Fljótum um Siglufjarðarveg til Siglufjarðar og frá Dalvík til Ólafsfjarðar lokaðar og verða það allavega til morguns.

Vegagerðin mun sinna snjómokstri fram til kl. 15:00 í dag. Snjómokstur á vegum mun hefjast að nýju kl. 08:00 í fyrramálið, nýársdag.Af þessu leiðir að þeir vegir sem nú eru ófærir verða ekki mokaðir fyrr en á morgun. Eftir kl. 9 í fyrramálið verður staðan skoðuð varðandi þá vegi þar sem er snjóflóðahætta. Ef matið er þannig að snjóflóðahætta sé áfram þá verða þær leiðir ekki mokaðar.

Nánir upplýsingar í síma 1777 eða á vef Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is.

Snjóflóðavakt Veðustofu Íslands fylgist náið með framvindu mála. Veður gengur hægt niður og því litlar breytingar orðið á snjóflóðahættu í byggð og litlar líkur á að það breytist neitt til morguns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×