Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2025 06:25 Við Glæsibæ í gærkvöldi. Enginn var handtekinn og enginn slasaðist í hópslagsmálunum sem brutust út milli stuðningsmanna Víkings og danska liðsins Bröndby eftir leik liðanna sem fram fór í gær og lauk með 3-0 sigri Víkinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna óláta á fótboltaleiknum þar sem stuðningsmenn hafi verið með „læti og leiðindi“ og þeim vísað í burtu af vettvangi. „Lögregla fylgdi þeim eftir á bar skammt frá, stuttu seinna var tilkynnt um hópslagsmál, lögregla kom á vettvang og þar var enginn slasaður og enginn handtekinn. Lögregla þurfti að beita piparúða þegar mestu lætin voru. Einn tilkynnti lögreglu að hann var fyrir líkamsárás en ekki vitað um geranda,“ segir í tilkynningu lögreglu. Að neðan má sjá myndband af átökunum sem brutust út fyrir utan Ölver í Glæsibæ. Í tilkynningu lögreglu segir einnig að lögregla hafi komist að því að knattspyrnufélag væri að selja áfengi ólöglega á íþróttaleik og að lögregla sé með málið til rannsóknar. Í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um mann að brjóta rúðu og þá var lögregla sömuleiðis kölluð út vegna þjófnaðar í matvöruverslun og hávaða í heimahúsi. Sveiflaði hafnaboltakylfu út um gluggann Í miðborginni var sömuleiðis óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar með áhaldi. Þar fór þolandi árásarinnar á slysadeild með sjúkraliði og var árásarmaður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Á höfuðborgarsvæðinu var einnig tilkynnt um ökumann sem var að sveifla hafnaboltakylfu út um glugga bílsins, en lögregla hafði ekki uppi á honum. Loks segir að leigubílstjóri hafi tilkynnt lögreglu að honum hafi verið ógnað með hníf af farþega sínum. Lögregla fór þar á vettvang og handtók mann sem vistaður var í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Lögreglumál Reykjavík Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna óláta á fótboltaleiknum þar sem stuðningsmenn hafi verið með „læti og leiðindi“ og þeim vísað í burtu af vettvangi. „Lögregla fylgdi þeim eftir á bar skammt frá, stuttu seinna var tilkynnt um hópslagsmál, lögregla kom á vettvang og þar var enginn slasaður og enginn handtekinn. Lögregla þurfti að beita piparúða þegar mestu lætin voru. Einn tilkynnti lögreglu að hann var fyrir líkamsárás en ekki vitað um geranda,“ segir í tilkynningu lögreglu. Að neðan má sjá myndband af átökunum sem brutust út fyrir utan Ölver í Glæsibæ. Í tilkynningu lögreglu segir einnig að lögregla hafi komist að því að knattspyrnufélag væri að selja áfengi ólöglega á íþróttaleik og að lögregla sé með málið til rannsóknar. Í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um mann að brjóta rúðu og þá var lögregla sömuleiðis kölluð út vegna þjófnaðar í matvöruverslun og hávaða í heimahúsi. Sveiflaði hafnaboltakylfu út um gluggann Í miðborginni var sömuleiðis óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar með áhaldi. Þar fór þolandi árásarinnar á slysadeild með sjúkraliði og var árásarmaður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Á höfuðborgarsvæðinu var einnig tilkynnt um ökumann sem var að sveifla hafnaboltakylfu út um glugga bílsins, en lögregla hafði ekki uppi á honum. Loks segir að leigubílstjóri hafi tilkynnt lögreglu að honum hafi verið ógnað með hníf af farþega sínum. Lögregla fór þar á vettvang og handtók mann sem vistaður var í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Lögreglumál Reykjavík Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47