Innlent

Agnes maður ársins

Agnes M. Sigurðardóttir.
Agnes M. Sigurðardóttir.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er annar maður ársins hjá Stöð 2. Hún er fyrsti kvenbiskupinn í þúsund ára sögu kirkjunnar hér á landi, en 110 karlmenn hafa farið með þetta embætti á undan henni.

Hún segir meðal annars í viðtali við Eddu Andrésdóttur að hún trúi því að ásýnd hafi einnig áhrif, þannig líti hún svo á að kvenleg ásýnd breyti miklu hjá kirkjunni.

Eins er Agnes mjög tæknivædd miðað við forvera sína, meðal annars heldur hún úti Facebook-síðu og Twitter-síðu. Það segist hún gera til þess að kirkjan sé sýnilegri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×