Innlent

Eldur á Hverfisgötu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Hverfisgötu um klukkan hálf fimm í nótt en þar logaði eldur í íbúð á þriðju hæð.

Ellefu voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og náði allir að koma sér út. Tveir voru fluttir á slysadeild til öryggis vegna reykeitrunar.

Íbúar fengu skjól í strætisvagni en greiðlega gekk að slökkva eldinn og tók slökkvistarf um klukkutíma. Að sögn slökkviliðsins var eldurinn staðbundinn í einu herbergi. Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina og stigagang hússins. Talið er að eldur hafi kviknað út frá jólaskreytingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×