Innlent

Rifbeinsbrotnaði eftir bíóferð

Varúð, það er svo hált.
Varúð, það er svo hált.
Eitthvað var um hálkuslys í gærkvöldi og ástæða til þess að brýna fyrir fólki að fara varlega í færðinni. Þannig féll einstaklingur við á bifreiðastæði við Hyrjarhöfða í Reykjavík seint í gærkvöldi og er talið að hann hafi ökklabrotið sig.

Um klukkan eitt í nótt fékk lögreglan síðan tilkynningu um einstakling sem rann til í hálku þegar sá sami kom úr kvikmyndahúsinu við Mjódd í Breiðholti eftir miðnætti. Sá datt svo illa að hann rifbeinsbraut sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×