Innlent

Hættustigi aflétt að hluta til

Óveður. Myndina tók fréttaritari á Vestfjörðum í gær.
Óveður. Myndina tók fréttaritari á Vestfjörðum í gær.
Hættustigi hefur verið aflýst á Selfossi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi samkvæmt upplýsingum Almannavarna. Enn er ófært á milli flestra þéttbýlisstaða á Vestfjörðum en verið er að moka veginn til Suðureyrar.

Fært mun vera frá Brjánslæk um Kleifaheiði um Patreksfjörð til Bíldudals en á þeim leiðum er snjóþekja. Þá er orðið fært milli Þingeyrar og Ísafjarðar og Bolungarvíkur og Ísafjarðar.

Flateyrarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Ófært er um Djúp og á Barðaströnd frá Kollafirði að Brjánslæk. Þá er ófært frá botni Steingrímsfjarðar og norður um Strandir. Vegagerðin mun meta ástand annarra vega á Vestfjörðum fyrripart dags.

Nánari upplýsingar um stöðu mála má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×