Fleiri fréttir

Íslenski skálinn slær í gegn í Sjanghæ

Heildarfjöldi gesta íslenska skálans á heimssýningunni í Sjanghæ í Kína fór fram úr fjölda Íslendinga fyrir viku en alls höfðu 356.219 manns heimsótt skálann þá.

Strætó gæti sparað milljónir í vistakstri

Strætó bs. gæti sparað um 65 milljónir árlega með því að vistaka vögnum sínum, en fyrirtækið hefur ekki áhuga á hagræðingu. Þetta segir Þórólfur Gunnarsson framkvæmdastjóri Saga System, fyrirtækis sem sérhæfir sig í vistakstri.

Fiskur alinn á korni

Til stendur að hefja hlývatnseldi á svokölluðum beitarfiski á Flúðum. Tegundin er afar vinsæll matfiskur víða um heim og er um stærstu fiskeldistegund heims að ræða. Eldið er hluti af uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á svæðinu.

Uppstokkun gæti orðið dýr

Stjórnendur Haga eru mótfallnir stjórnarfrumvarpi um breytingar á Samkeppniseftirlitinu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í mars og gæti veitt Samkeppniseftirlitinu víðtækar heimildir til að grípa inn í rekstur og skipulag fyrirtækja sem stofnunin telur að hamli samkeppni.

Opnað senn í Laugaskarði

Viðgerð og málun á laugarkeri sundlaugarinnar í Laugaskarði er lokið að því er kemur fram á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Áætlað er að opna sundlaugina aftur á næstkomandi föstudag.

Tónlistarveita útilokar ekki landflótta

„Við eigum í viðræðum við fjárfesta og erum langt komin. En þetta tekur tíma,“ segir Haukur Davíð Magnússon, framkvæmdastjóri og einn stofnenda tónlistarveitunnar og netsamfélagsins Gogoyoko. „Það er ekkert þolinmótt fjármagn á Íslandi þótt margir gefi sig út fyrir að eiga það og ákvarðanafælni ríkjandi,“ bætir hann við.

Jafnvel meirihluti á morgun

„Við munum greina frá niðurstöðum okkar á morgun eða miðvikudag,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna en viðræður VG og Samfylkingar um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði hófust fyrir helgina.

Oftast strikað yfir Gísla Martein

Tæp nítján prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 3.776 manns, strikuðu yfir eða færðu til nafn Gísla Marteins Baldurssonar, sem var í fimmta sæti listans.

Nemar óttast þrengri reglur

Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir harðlega tillögu stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) að breyttum reglum um lánasjóðinn. Það skorar á menntamálaráðherra að endurskoða breytingarnar. Þær hafi í för með sér „gríðarlega hagsmunaskerðingu“ fyrir fjölda nema.

Ætlaði að koma pabba á óvart á afmælisdaginn

Snemma síðastliðinn laugardagsmorgun bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um unga telpu sem væri á gangi með sparibauk undir hendinni við eina aðal umferðargötuna í Garðabæ. Lögreglumaður á vakt fór að leita af stúlkunni en fann hana ekki fyrr en hann ákvað að líta inn í verslun Hagkaups sem er í næsta nágrenni.

Um 500 störf hafa glatast vegna hestapestarinnar

Um 500 störf hafa glatast vegna hóstapestarinnar sem nú herjar á hrossastofninn í landinu. Áhrifanna gætir í öllum geirum hestamennskunnar og fjárhagslegt tjón er talið í milljörðum.

Jón vill bæði ísbjörn og fleiri leikskólapláss

Jón Gnarr tekur ekki afstöðu til þess hvort skynsamlegra sé að koma fleiri börnum inn á leikskóla í borginni eða koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í húsdýragarðinum. Hann vill gera hvorutveggja og segir alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sýnt vilja til að styrkja komu ísbjarnar í garðinn.

Jóhanna: Ræddi ekki við Má um launakjör

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vísar á bug öllum ásökunum og fréttum um að hún hafi með nokkrum hætti komið að því að ákvarða laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, eða gefa fyrirheit í tengslum við launakjör hans. „Fréttir annars efnis eru beinlínis rangar," segir Jóhanna í tilkynningu sem send var fjölmiðlum á sjöunda tímanum.

Barnahús að íslenskri fyrirmynd opni um alla Evrópu

Sérfræðinganefnd á vegum Evrópusambandsins leggur til að þeim fyrirmælum verði beint til aðildarríkja sambandsins að þau opni barnahús að íslenskri fyrirmynd. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að þetta sé mikið gleðiefni.

Bjarni einn í framboði

Enn bendir ekkert til þess að nokkur Sjálfstæðismaður hyggist etja kappi við Bjarna Benediktsson um formennsku í flokknum nú þegar fáeinar vikur eru í landsfund. Tvær konur renna hins vegar hýru auga til varaformannsembættisins.

Sútunarverksmiðja opnuð fyrir gesti og gangandi

Eina sútunarverksmiðja landsins hefur opnað dyr sínar fyrir gesti og gangandi. Ferðamenn um Skagafjörð í sumar geta því dáðst að fleiru en fegurð fjarðarins og fengið að fylgjast með sútunarferlinu.

Bjarni þrýstir ekki á Guðlaug

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að þrýsta á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmaður flokksins, um að segja af sér vegna styrkja sem hann þáði fyrir hrun. Guðlaugur fékk tæpar 25 milljónir króna í styrki vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir fjórum árum.

Segir Samfylkinguna gleypa Vinstri græna

„Samfylkingin er búin að vera lengi við völd og á vissan hátt lít ég þannig á það að þeir séu að gleypa Vinstri græna," segir Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, um væntanlegt meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í bæjarfélaginu.

Utanvegaakstur kærður til lögreglu

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur staðið fyrir reglulegu eftirlitsflugi yfir Arnarvatnsheiði í vor. Í gær sást til veiðimanna við Fiskivatn stytta sér leið og aka utan vegar. Teknar voru myndir af bifreiðinni og málið kært til lögreglunnar, að því er fram kemur á fréttavefnum Skessuhorn.

Málefnasamningur lagður fyrir flokkana eftir helgi

„Við höfum náð samkomulagi um flesta hluti og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að við myndum meirihluta,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Tryggvi Þór: Jóhanna þarf að svara fyrir tölvupóstana

„Ég vil fá betri skýringar. Það er eins og þinginu og um leið þjóðinni hafi verið sagt ósatt. Þetta mál er allt saman afar undarlegt,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um tölvubréf sem Már Guðmundsson sendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Á vef Morgunblaðsins var fullyrt í gærkvöldi að Már og Jóhanna hafi rætt um launakjörin.

Eldur í gróðri í Heiðmörk

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í gróðri við Maríuhella í Heiðmörk skömmu fyrir klukkan ellefu í dag. Tveir dælubílar fóru á vettvang og er unnið að niðurlögum eldsins.

Jón Gnarr: Erum ekki á móti Sjálfstæðisflokknum

Jón Gnarr, formaður Besta flokksins og tilvonandi borgarstjóri, segir Besta flokknum ekki stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum. Reynt verði að vinna að stjórn borgarinnar í góðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta sagði Jón í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag.

Skallaði sambýliskonu sína

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna heimilisofbeldis í Hafnarfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri hafði skallað sambýliskonu sína og veitt henni áverka á höfði. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sagðist konan ætla að leita sér sjálf hjálpar vegna meiðslanna, sem voru ekki talin alvarleg.

Hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins

Sjómanndagurinn er runninn upp í 72. sinn en dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938. Hátíðarhöld eru í flestum ef ekki öllum sjávarþorpum og -bæjum á Íslandi þennan dag.

Mistur yfir höfuðborgarsvæðinu

Mistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt veðurfræðing á Veðurstofu Íslands er að mestu um að ræða þokumóðu þótt einhver aska sé henni blönduð. Hann segir svifryk í andrúmsloftinu nú undir heilsuverndarmörkum þótt magn þess hafi nokkuð hækkað eftir því sem liðið hefur á morguninn. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti vænst því að Sjómannadagurinn verði nokkuð bjartur.

Fjölmiðlafulltrúi segir aðstöðu fyrir hvítabjörn ekki kosta 250 milljónir

Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land.

Hópslagsmál í Bolungarvík

Hópslagsmál brutust út fyrir utan skemmtistað í Bolungarvík um klukkan þrjú í nótt. Allt að 20 manns tóku þátt í slagsmálunum með einum eða öðrum hætti. Lögreglumenn fóru á staðinn og stilltu til friðar.

Ók á konu og stakk af

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan handtók fjóra pilta um miðbik nætur þegar þeir reyndu að komast undan eftir að jeppling sem þeir voru í var ekið út af á Reykjanesbraut við Miklubraut. Einn þeirra var handleggsbrotinn og varð færðu á slysadeild. Hinir voru færðir í fangageymslur en óljóst er hver var ökumaður. Allir eru grunaðir um ölvun en rætt verður við þá síðar í dag.

Gekk í sjóinn við Eiðisgranda

Maður gekk í sjóinn við Eiðisgranda í nótt og brást lögregla skjótt við. Lögreglumaður óð á eftir manninum sem virtist staðráðinn í að halda sínu striki og veitti töluverða mótspyrnu. Eftir að manninum var komið á land var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild þar sem honum var veitt aðhlynning.

Líkamsárás í Þorlákshöfn

Eitt líkamsárásarmál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Tveimur karlmönnum lenti saman fyrir utan skemmtistað í Þorlákshöfn með þeim afleiðingum að annar þeirra hlaut andlitsáverka. Hann er ekki alvarlega slasaður, að sögn lögreglu. Nóttin var að öðru leyti róleg hjá lögreglumönnum á Selfossi.

Einn fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur

Harður árekstur varð á á sjöunda tímanum í morgun þegar fólksbíl var ekið á miklum hraða austur Miklubraut og hafnaði á kyrrstæðun bíl til móts við Rauðarárstíg. Kyrrstæða bifreiðin valt og lenti á öðrum bíl sem hafnaði á steintröppum raðhúss. Farþegi í bílnum var fluttur á slysadeild og er talinn fótbrotinn samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Þrír handteknir með kannabis

Lögreglan í Borgarnesi handtók þrjá karlmenn í nótt eftir fíkniefni fundust á þeim og í bifreið þeirra. Um var að ræða kannabis í neysluskömmtum, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Mennirnir sem allir eru fæddir árið 1987 voru færðir á lögreglustöðina í Borgarnesi. Þeim var sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku.

Guðlaugur fyrir fjórum árum: Hóflegur kostnaður

Kostnaðurinn við prófkjör Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrir fjórum árum var hóflegur, sagði hann sjálfur daginn eftir prófkjörið. Hann birti í gær yfirlit yfir styrki sem hann þáði vegna prófkjörsins.

Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé

Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla.

Töluðu um launakjörin

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddu um væntanleg launakjör Más í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta og birt er á vef blaðsins.

Fjórir Íslendingar skipta um kyn næstu tvo daga

Fjórar manneskjur gangast undir svokallaða kynskiptiaðgerð á morgun og á mánudag á Landspítalanum. Málið er umdeilt þar sem aðgerðirnar þykja dýrar á niðurskurðartímum.

Um 900 Kópavogsbúar strikuðu Gunnar út

Alls var 1483 atkvæðum sjálfstæðismanna í Kópavogi breytt eða 36% þeirra atkvæða sem flokkurinn fékk í kosningunum fyrir viku. Samtals var 1745 atkvæðum í Kópavogi breytt ýmist með því að strika út nöfn frambjóðenda eða með því að færa þá til um sæti.

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Þrír voru með fjórar tölur réttar auk bónustölurnar og fá vinningshafarnir tæpar 78 þúsund krónur í sinn hlut.

80 hjól seldust á uppboði lögreglunnar

Rúmlega 50 þúsund krónur fengust fyrir dýrasta hjólið á árlegu hjólauppboði lögreglu höfuðborgarsvæðisins í dag. 80 hjól seldust á uppboðinu, minnst fengust þúsund krónur fyrir barnahjól.

Óttast að íslenskar matvöruhefðir leggist af

Við þurfum að nýta okkur hefðbundinn íslenskan mat; skyr, hangikjöt, harðfisk og fleira til að auka vinsældir hans. Þetta segir talsmaður Slow food á Íslandi sem óttast að framleiðsla á þessum matvörutegundum leggist af.

Fjölsóttur fjölskyldudagur | Myndir

Fjölskyldudagur Ungmennafélags Íslands var haldinn við rætur Miðfells í Hrunamannahreppi í dag. Dagurinn var fjölsóttur en um 300 manns skemmti sér hið besta í blíðskaparveðri og 20 stiga hita.

Dögun sigraði

Siglingamót Brokeyjar á Hátíð hafsins fór vel í dag og sigraði skútan Dögun. Keppnin var svo ræst með fallbyssuskotum af varðskipsbryggjunni klukkan 14:15.

Mótmæltu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Um tuttugu Akureyringar mótmæltu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og alþjóðasamfélagsins vegna aðgerða Ísraela þegar ráðist var á skipalest með hjálpargögn á leið til Gazasvæðsins fyrr í vikunni. Á sama tíma kom hópur fólk saman við Akureyrarkirkju og krafist aðskilnaðar ríkis og kirkju.

Sjá næstu 50 fréttir