Innlent

Jóhanna: Ræddi ekki við Má um launakjör

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vísar á bug öllum ásökunum og fréttum um að hún hafi með nokkrum hætti komið að því að ákvarða laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, eða gefa fyrirheit í tengslum við launakjör hans. „Fréttir annars efnis eru beinlínis rangar," segir Jóhanna í tilkynningu sem send var fjölmiðlum á sjöunda tímanum.

Deilt hefur verið um það hvort starfsmenn forsætisráðuneytisins hafi gefið Má fyrirheit þegar hann var ráðinn á sínum tíma um að laun hans yrðu ekki skert í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Á vef Morgunblaðsins var fullyrt í gærkvöldi að Már og Jóhanna hefðu rætt um launakjör Más síðasta sumar áður en hann tók til starfa en í fréttinni var meðal annars vísað til tölvupósts sem Már sendi Jóhönnu.


Tengdar fréttir

Töluðu um launakjörin

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddu um væntanleg launakjör Más í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta og birt er á vef blaðsins.

Tryggvi Þór: Jóhanna þarf að svara fyrir tölvupóstana

„Ég vil fá betri skýringar. Það er eins og þinginu og um leið þjóðinni hafi verið sagt ósatt. Þetta mál er allt saman afar undarlegt,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um tölvubréf sem Már Guðmundsson sendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Á vef Morgunblaðsins var fullyrt í gærkvöldi að Már og Jóhanna hafi rætt um launakjörin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×