Jón vill bæði ísbjörn og fleiri leikskólapláss 6. júní 2010 19:09 Jón Gnarr tekur ekki afstöðu til þess hvort skynsamlegra sé að koma fleiri börnum inn á leikskóla í borginni eða koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í húsdýragarðinum. Hann vill gera hvorutveggja og segir alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sýnt vilja til að styrkja komu ísbjarnar í garðinn. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins telur að það muni kosta mikið að útbúa aðstöðu fyrir ísbirni í garðinum eins og Besti flokkurinn hefur lagt til. Framsóknarmenn hafa skotið á að það myndi kosta um 250 milljónir en hann telur að verja þurfi talsvert meira fé til þess að gera aðstöðuna. Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri og formaður Besta flokksins, minnir á að ísbirnir séu á válista hjá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum. Loftslagsbreytingarnar hafi breytt heimkynnum hans og valdi því að von sé á fleirum hingað til lands. Betra sé að koma dýrunum fyrir í Húsdýragarðinum áður en þau eru flutt til heimkynna sinna heldur en að skjóta þau. „Startkostnaðurinn er vissulega einhver en ég held að hagnaðurinn sé miklu meiri ef við hugsum þetta til enda," segir jón og nefnir að ísbirnir munu draga að ferðamenn og hægt væri að nýta verkefnið til rannsókna á lifnaðarháttu villtra dýra og breytinga á náttúrufari. En hvort þykir Jóni mikilvægara að koma fá 160 börnum inn í leikskóla eins og hægt væri að gera fyrir 250 milljónir og nefnt var í fréttum Stöðvar 2 í gær eða koma ísbirni fyrir? „Ég held að það sé hægt að gera þetta án þess að skera niður beinlínis út af þessu," segir Jón. Hvenær á að hrinda þessu í framkvæmd? „Það verður ekki gert á einum degi. Ég mun gera það í nánu samstarfi við starfsfólk Húsdýragarðsins og líka í samvinnu við alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem hafa sýnt þessu gríðarlegan áhuga," segir Jón. Jón segist hvorki vilja hækka útsvör eða hærri þjónustugjöld heldur vilji hann reyna að skapa borginni tekjur með nýjum leiðum. Til að mynda með alþjóðlegu hvítflibbafangelsi sem hann hafi áður nefnt. Hann segist hafa verið í óformlegum samskiptum við fangelsismála yfirvöld vegna málsins og segir að þar hafi hugmyndum sínum verið mjög vel tekið. Ekki náðist samband við forstjóra Fangelsismálstofunnar vegna málsins í dag. Tengdar fréttir Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla. 5. júní 2010 18:48 Fjölmiðlafulltrúi segir aðstöðu fyrir hvítabjörn ekki kosta 250 milljónir Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land. 6. júní 2010 10:04 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Jón Gnarr tekur ekki afstöðu til þess hvort skynsamlegra sé að koma fleiri börnum inn á leikskóla í borginni eða koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í húsdýragarðinum. Hann vill gera hvorutveggja og segir alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sýnt vilja til að styrkja komu ísbjarnar í garðinn. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins telur að það muni kosta mikið að útbúa aðstöðu fyrir ísbirni í garðinum eins og Besti flokkurinn hefur lagt til. Framsóknarmenn hafa skotið á að það myndi kosta um 250 milljónir en hann telur að verja þurfi talsvert meira fé til þess að gera aðstöðuna. Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri og formaður Besta flokksins, minnir á að ísbirnir séu á válista hjá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum. Loftslagsbreytingarnar hafi breytt heimkynnum hans og valdi því að von sé á fleirum hingað til lands. Betra sé að koma dýrunum fyrir í Húsdýragarðinum áður en þau eru flutt til heimkynna sinna heldur en að skjóta þau. „Startkostnaðurinn er vissulega einhver en ég held að hagnaðurinn sé miklu meiri ef við hugsum þetta til enda," segir jón og nefnir að ísbirnir munu draga að ferðamenn og hægt væri að nýta verkefnið til rannsókna á lifnaðarháttu villtra dýra og breytinga á náttúrufari. En hvort þykir Jóni mikilvægara að koma fá 160 börnum inn í leikskóla eins og hægt væri að gera fyrir 250 milljónir og nefnt var í fréttum Stöðvar 2 í gær eða koma ísbirni fyrir? „Ég held að það sé hægt að gera þetta án þess að skera niður beinlínis út af þessu," segir Jón. Hvenær á að hrinda þessu í framkvæmd? „Það verður ekki gert á einum degi. Ég mun gera það í nánu samstarfi við starfsfólk Húsdýragarðsins og líka í samvinnu við alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem hafa sýnt þessu gríðarlegan áhuga," segir Jón. Jón segist hvorki vilja hækka útsvör eða hærri þjónustugjöld heldur vilji hann reyna að skapa borginni tekjur með nýjum leiðum. Til að mynda með alþjóðlegu hvítflibbafangelsi sem hann hafi áður nefnt. Hann segist hafa verið í óformlegum samskiptum við fangelsismála yfirvöld vegna málsins og segir að þar hafi hugmyndum sínum verið mjög vel tekið. Ekki náðist samband við forstjóra Fangelsismálstofunnar vegna málsins í dag.
Tengdar fréttir Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla. 5. júní 2010 18:48 Fjölmiðlafulltrúi segir aðstöðu fyrir hvítabjörn ekki kosta 250 milljónir Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land. 6. júní 2010 10:04 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla. 5. júní 2010 18:48
Fjölmiðlafulltrúi segir aðstöðu fyrir hvítabjörn ekki kosta 250 milljónir Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land. 6. júní 2010 10:04