Innlent

80 hjól seldust á uppboði lögreglunnar

80 hjól seldust á uppboðinu, minnst fengust þúsund krónur fyrir barnahjól. Myndin er úr safni.
80 hjól seldust á uppboðinu, minnst fengust þúsund krónur fyrir barnahjól. Myndin er úr safni. Mynd/Anton Brink
Rúmlega 50 þúsund krónur fengust fyrir dýrasta hjólið á árlegu hjólauppboði lögreglu höfuðborgarsvæðisins í dag. 80 hjól seldust á uppboðinu, minnst fengust þúsund krónur fyrir barnahjól.

Afraksturinn rennur til Lögreglufélags Reykjavíkur, meðal annars til styrktar lögreglukórnum og er það gert með vísan til kansellíbréfs frá 1767. Yfirmaður óskilamuna lögreglunnar, segir unnið að því með dómsmálaráðuneytinu að láta féð renna í ríkissjóð. Þess má geta að ríkisendurskoðun gerði athugasemd við það fyrir 15 árum að uppboðsandvirði óskilamuna renni í lögreglusjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×