Innlent

Bjarni þrýstir ekki á Guðlaug

Mynd/GVA
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að þrýsta á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmaður flokksins, um að segja af sér vegna styrkja sem hann þáði fyrir hrun. Guðlaugur fékk tæpar 25 milljónir króna í styrki vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir fjórum árum.

„Ég ætla ekki að gera það," sagði Bjarni í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

„Guðlaugur Þór sækir ekki umboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins."

Þá sagði Bjarni að það væri mat kjósenda flokksins í Reykjavík hvort Guðlaugur njóti trausts til að sitja á Alþingi.


Tengdar fréttir

Guðlaugur fyrir fjórum árum: Hóflegur kostnaður

Kostnaðurinn við prófkjör Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrir fjórum árum var hóflegur, sagði hann sjálfur daginn eftir prófkjörið. Hann birti í gær yfirlit yfir styrki sem hann þáði vegna prófkjörsins.

Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá FL group, Fons og Baugi

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, hefur birt lista yfir hluta þeirra fyrirtækja sem styrktu hann í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006. Styrkir til hans námu 24,8 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×