Innlent

Dögun sigraði

Áki að aðstæður hafi verið eins og best hafi verið á kosið. Mynd/www.brokey.is
Áki að aðstæður hafi verið eins og best hafi verið á kosið. Mynd/www.brokey.is

Siglingamót Brokeyjar á Hátíð hafsins fór vel í dag og sigraði skútan Dögun.

Keppnin var svo ræst með fallbyssuskotum af varðskipsbryggjunni klukkan 14:15.

Áki G. Karlsson, keppnisstjóri, segir að sigldur hafi verið „þríhyrningur inn fyrir bauju við Ingólfsgarð, Sólfarsbauju og bauju við Kirkjusand og þaðan út að Engeyjarrifsbauju gegnt höfninni. Þaðan svo aftur að Sólfarsbauju, bauju við Kirkjusand, aftur að Ingólfsgarði og svo lykkja um hana og Sólfarsbauju og endað við Ingólfsgarð."

Úrslitin
Áki segir í tilkynningu að aðstæður hafi verið eins og best hafi verið á kosið - sól og hiti og lítil alda nema frá annarri bátaumferð. Fyrsti bátur kom í mark tæpum klukkutíma eftir startið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×