Innlent

Ók á konu og stakk af

Mynd/Pjetur
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan handtók fjóra pilta um miðbik nætur þegar þeir reyndu að komast undan eftir að jeppling sem þeir voru í var ekið út af á Reykjanesbraut við Miklubraut. Einn þeirra var handleggsbrotinn og varð færðu á slysadeild. Hinir voru færðir í fangageymslur en óljóst er hver var ökumaður. Allir eru grunaðir um ölvun en rætt verður við þá síðar í dag.

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður bifreiðar ók af vettvangi eftir að hafa keyrt á unga konu á Laugavegi við Traðarkotssund í nótt. Konan varð ekki fyrir meiðslum að sögn lögreglu. Nokkrum mínútum síðar var bifreiðin stöðvuð eftir að lýsing hafði verið send út. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun og að hafa yfirgefið slysavettvang.

Þá voru fjórar minniháttar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Auk þess voru tveir teknir vegna vímuefnaaksturs og einn vegna gruns um ölvun undir stýri. Sex gistu fangageymslur lögreglu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×