Innlent

Mótmæltu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Frá Akureyri í dag. Mynd/SBS
Frá Akureyri í dag. Mynd/SBS
Um tuttugu Akureyringar mótmæltu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og alþjóðasamfélagsins vegna aðgerða Ísraela þegar ráðist var á skipalest með hjálpargögn á leið til Gazasvæðsins fyrr í vikunni. Á sama tíma kom hópur fólk saman við Akureyrarkirkju og krafist aðskilnaðar ríkis og kirkju.

„Flestir báru palestínska fánann eða kröfuskilti þar sem þess var meðal annars mótmælt að Íslendingar keyptu vörur frá Ísrael," segir Sóley Björk Stefánsdóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna.

Að hennar mati er ekki nóg að utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra fordæmi framgöngu Ísraelsmanna. Hún segir að aðgerðir þeirra í morgun þegar hermenn réðust um borð í hjálparskipið Rachel Corrie sem var á leið með birgðir til Gaza sýni það afar vel.

Þá segir Sóley sama tíma og fólk kom saman á Ráðhústorginu til að mótmæla aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafi einnig verið mótmælt við Akureyrarkirkju þar sem fólk krafðist aðskilnaðar ríkis og kirkju. „Ég ekki hversu margir mættu þar en það eru ábyggilega einstök tíðindi að tvenn mótmæli séu í einu á Akureyri," segir Sóley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×