Innlent

Hópslagsmál í Bolungarvík

Mynd/Pjetur

Hópslagsmál brutust út fyrir utan skemmtistað í Bolungarvík um klukkan þrjú í nótt. Allt að 20 manns tóku þátt í slagsmálunum með einum eða öðrum hætti. Lögreglumenn fóru á staðinn og stilltu til friðar.

Enginn slasaðist alvarlega í átökunum en nokkrir hlutu minniháttar áverka, að sögn lögreglu. Einn maður var handtekinn og færður í fangageymslu á Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×