Innlent

Uppstokkun gæti orðið dýr

Stjórnendur Haga telja vöruverð geta hækkað fái Samkeppniseftiritið auknar heimildir.
Stjórnendur Haga telja vöruverð geta hækkað fái Samkeppniseftiritið auknar heimildir.

Stjórnendur Haga eru mótfallnir stjórnarfrumvarpi um breytingar á Samkeppniseftirlitinu.

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í mars og gæti veitt Samkeppniseftirlitinu víðtækar heimildir til að grípa inn í rekstur og skipulag fyrirtækja sem stofnunin telur að hamli samkeppni. Þar á meðal fær eftirlitið heimild til að stokka upp fyrirtæki þótt þá séu ekki talin hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það liggur nú hjá Viðskiptanefnd Alþingis.

Í umsögn Haga, sem undirritað er af Finni Árnasyni forstjóra og Þórði Bogasyni lögmanni, er tekið undir gagnrýni annarra umsagnaraðila, svo sem Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka viðskipta- og þjónustu og Samtaka fjármálafyrirtækja. Í umsögn Haga er bent á að hætta felist í því að einni stofnun svo óheft vald og ætlað sé að veita Samkeppniseftirlitinu.

Stjórnendur Haga segja Samkeppniseftirlitið hafa lengi haft horn í síðu fyrirtækisins. Uppstokkun á því geti skilað sér í hærra vöruverði en ella, aukinni verðbólgu og skili það sér í hækkun á vísitölu neysluverðs. Þá kunni það að valda uppsögnum á starfsfólki, sem myndi helst bitna á ófaglærðu fólki.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×