Innlent

Mistur yfir höfuðborgarsvæðinu

Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu fór yfir heilsuverndarmörk í fyrradag.
Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu fór yfir heilsuverndarmörk í fyrradag. MYND/Pjetur
Mistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt veðurfræðing á Veðurstofu Íslands er að mestu um að ræða þokumóðu þótt einhver aska sé henni blönduð. Hann segir svifryk í andrúmsloftinu nú undir heilsuverndarmörkum þótt magn þess hafi nokkuð hækkað eftir því sem liðið hefur á morguninn. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti vænst því að Sjómannadagurinn verði nokkuð bjartur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×