Innlent

Fjölmiðlafulltrúi segir aðstöðu fyrir hvítabjörn ekki kosta 250 milljónir

Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins,
Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, Mynd/Arnþór Birkisson

Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, að hann teldi að það myndi kosta mun meira en 250 milljónir að útbúa aðstöðu til að vista dýr í garðinum tímabundið sem hingað kann að villast til lands, verkfræðingar yrðu þó að áætla upphæðina nákvæmlega.

Þá var Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, spurð hvað hún teldi að verja mætti ísbjarnarfénu og nefndi hún að fyrir hana mætti koma 160 börnum sem fædd eru árið 2009 á leikskóla.


Tengdar fréttir

Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé

Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×