Innlent

Nemar óttast þrengri reglur

Jens Fjalar Skaptason
Jens Fjalar Skaptason

Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir harðlega tillögu stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) að breyttum reglum um lánasjóðinn. Það skorar á menntamálaráðherra að endurskoða breytingarnar. Þær hafi í för með sér „gríðarlega hagsmunaskerðingu" fyrir fjölda nema.

„Þetta kemur verst niður á þeim sem ekki stunda fullt nám, og á fjölskyldufólki. Það er verið að lækka lánin þeirra umtalsvert," segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs.

Samkvæmt nýjum reglum á meðal annars að hækka lágmarksviðmið námsárangurs þannig að nemar eiga að ljúka átján einingum á hverri önn, í stað tuttugu á ári. Tólf einingar skal klára á sumarönn.

Möguleikar námsfólks til að flytja námsárangur milli námsára eru minnkaðir.

Þá er lánum til foreldra breytt þannig að í stað þess að hvert barn gefi ákveðna upphæð í útreikning framfærslu, verður greitt hlutfallslega fyrir þau, þannig að barnmargir foreldrar fá minna en áður.

Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra vegna málsins í gærkvöldi. - kóþ








Fleiri fréttir

Sjá meira


×