Innlent

Jafnvel meirihluti á morgun

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

„Við munum greina frá niðurstöðum okkar á morgun eða miðvikudag,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna en viðræður VG og Samfylkingar um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði hófust fyrir helgina.

Flokkarnir munu funda í dag og fara meðal annars yfir verkaskiptingu. Guðrún Ágústa segir enga teljandi hnökra vera á viðræðunum. „Þetta er allt á eðlilegu róli og meira spurning um fínpússningu.“ Ekki er ljóst hver mun fara með embætti bæjarstjóra.- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×