Fleiri fréttir

Blendnar tilfinningar

„Það er gott að hrista upp í hlutunum,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, sem fékk í gær þrjár tilnefningar til Grímuverðlauna.

Boða til mótmæla á Ráðhústorginu

Hópur Akureyringa ætlar að koma saman á Ráðhústorginu klukkan tvö á eftir og mótmæla aðgerðarleysi íslensku ríkisstjórnarinnar og alþjóðasamfélagsins í garð ofbeldis og kúgunar Ísraelsmann á Gazasvæðinu, líkt Sóley Björk Stefánsdóttir einn skipuleggjanda mótmælanna orðar það.

Flugvélar til sýnis

Flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem Flugdagurinn er haldinn frá hádegi til klukkan fjögur.

Vísindamenn fylgjast með óróanum í Eyjafjallajökli

Órói í eldstöðinni í Eyjafjallajökli var nokkur frá miðnætti í nótt. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að jarðvísindamenn fylgist vel með svæðinu enda hafi óróinn varað lengur en í fyrstu var búist við.

Erfitt að spá fyrir um framhaldið

Skyggni yfir Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu er mun betra í dag en það var í gær, búast má við því að enn rofi til seinni partinn í dag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó afar erfitt að spá fyrir um framhaldið þar sem aðstæður líkt og þær sem Eyjafjallajökull hefur skapað séu nær óþekktar.

Enn órói í Eyjafjallajökli

Órói í eldstöðinni í Eyjafjallajökli var nokkur frá miðnætti í nótt. Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, samkvæmt upplýsingum þaðan frá því í morgun virðist einhver mökkur stíga upp frá jöklinum en mjög lítill, hugsanlega hefur kvika komið upp úr gosgígnum en við það myndast sprengingar og mökkur. Ekki séu þó líkur á að gos sé aftur að hefjast.

Allir kátir í Grindavík

Skemmtanahald á sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur farið vel fram að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Tveir þurftu þó að gistu fangageymslur lögreglu vegna ölvunar í nótt. Mikill fjöldi fólks er saman kominn í bæjarfélaginu og fylltist tjaldstæðið snemma í gær.

Sló mann í höfuðið með felgulykli

Tveimur mönnum sinnaðist á tjaldstæði í umdæmi Borgarneslögreglunnar með þeim afleiðingum að annar sló hinn í höfuðið með felgulykli. Sá leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsinu á Akranesi. Maðurinn var með skurð á höfði en áverkar voru minni háttar. Árásaraðilinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

Fimm líkamsárásir í Reykjavík

Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Ekki er vitað til þess að þær hafi verið alvarlegar. Nóttin var nokkuð erilsöm í umdæminu án þess að stór mál hafi komi upp. Sjö voru teknir fyrir grun um ölvunar- eða vímuakstur, þrjú eignaspjöll voru tilkynnt auk fimm innbrota og þjófnaða.

Tveir 16 ára í einangrun á Litla-Hrauni

Tveir sextán ára piltar, sem grunaðir eru um yfir 80 innbrot í Grímsnesi, Borgarfirði, Dölunum og á Þingvöllum í maí, eru nú vistaðir í einangrunarklefum á Litla-Hrauni. Þar hafa þeir verið í rúma viku og verða fram á þriðjudag hið minnsta.

Ómar saknar ekki hins gamla

„Mér líst mjög vel á þetta enda komnir litlir og öflugir farsímar sem draga langt,“ segir fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson og bætir við að hann sakni ekkert sérstaklega NMT-farsímakerfisins, það nýja sé betra. Síminn slekkur endanlega á NMT-kerfinu 1. september næstkomandi og tekur langdræga 3G-netið þá við.

Meintur gerandi í geðrannsókn

Rúmlega fimmtugur karlmaður sem lést af mannavöldum í maí í Reykjanesbæ var látinn á vettvangi þegar lögregla kom á staðinn, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar voru á honum.

Ók yfir tvo erlenda ferðamenn í tjaldi

Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að bíll hafði ekið yfir tjald þeirra á Patreksfirði nóttina áður. Mennirnir eru ekki alvarlega slasaðir.

Stefna að sameiningu við Garðabæ

Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkur hafi fjóra af sjö bæjarfulltrúum á Álftanesi og þar með meirihluta í bæjarstjórn hefur flokkurinn myndað meirihluta með bæjarfulltrúa Framsóknarflokks og bæjar­fulltrúa L-lista.

Hvers vegna Æsufell?

Bæði Jón Gnarr og Dagur B. tengjast Æsufelli 4. Óskar Kristinsson, eini bróðir Jóns, hefur búið þar um margra ára skeið og voru kynningarmyndbönd Besta flokksins tekin á þaki blokkarinnar. Óskar var litla bróður sínum innan handar vegna fundarins í gær. Systir Jóns, sem búsett er í Noregi, var gestkomandi hjá Óskari þegar oddvitar flokkanna kynntu samstarfið.

Enn er fundað í Firðinum

„Við erum langt komin með málefnasamning og reiknum með að boða til félagsfundar í byrjun næstu viku,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði.

Leiðsöguskóli sagður afvegaleiða nemana

„Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi.

Endurmat í kjölfar kosninga

Hvernig stendur Samfylkingin eftir kosningarnar? Alls tapaði Samfylkingin nokkru fylgi í kosningunum og þó forsvarsmenn hennar horfi til smærri sveitarfélaga úti á landi, þar sem árangur var betri og sigrar unnust, verður ekki horft fram hjá fylgistapinu. Það verður að einhverju leyti skýrt með þátttöku í ríkisstjórn á erfiðum tímum, en flokksmenn kalla margir hverjir eftir endurmati.

Ekkert stripp við Austurvöll

Hvíta perlan, nýr fótboltabar við Austurstræti, verður opnaður fimmtudaginn 10. júní. Þar með verða ákveðin tímamót í miðbæ Reykjavíkur, því Perlan er í húsnæði sem áður hýsti nektarstaðinn Óðal, allt frá 1996.

Sóley Tómasdóttir: „Við skulum bara sjá hvernig fer“

„Ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja borgarstjórann, Jón Gnarr. Nýr meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins var kynntur upp á þaki í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu klukkan fimm í dag.

Eyjafjallajökull: Mesti órói síðan gosið hætti

„Það er búið að vera aukinn órói í dag, sem jókst aðalega upp úr klukkan 17 en datt aftur niður klukkan 19:50,“ segir Gunnar Guðmundsson hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir þennan óróa vera þann mesta síðan hann hætti eiginlega alveg í kringum 21. maí.

Blaðamannafundurinn í Æsufellinu - myndband

Jón Gnarr og Dagur. B Eggertsson héldu blaðamannafund í Breiðholtinu í dag klukkan fimm. Þar tilkynntu þér nýjan meirihluta þar sem Jón Gnarr verður borgarstjóri og Dagur B. verður formaður borgarráðs.

Engar athugasemdir bárust vegna forvals Framsóknar

Engar athugasemdir bárust vegna forvals framsóknarmanna í Reykjavík 28. nóvemerber síðastliðinn þar sem valið var á framboðslista í borginni. Enginn gerði athugasemd við forvalið, hvorki frambjóðendur né félagsmenn.

Kona klemmdist milli bíls og húss

Kona klemmdist milli bíls og húss á Njálsgötu í Reykjavík klukkan fjögur í dag. Hún meiddist á hægri fæti og var flutt á sjúkrahús. Bílstjórinn leitaði á sjúkrahús og fékk áfallahjálp eftir að hafa bakkað á konuna.

Lögreglan fann 200 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á þremur stöðum í umdæminu í gær og í dag. Tvær þeirra voru í austurborginni og ein í Mosfellsbæ.

Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá FL group, Fons og Baugi

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, hefur birt lista yfir hluta þeirra fyrirtækja sem styrktu hann í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006. Styrkir til hans námu 24,8 milljónum króna.

A og B vinna saman í Ölfusi

A listi Fyrir okkur öll og B listi Framfarasinnar hafa gengið frá málefnasamningi um að starfa saman í meirihluta í Sveitarfélaginu Ölfusi kjörtímabilið 2010-2014.

Askan varasöm fyrir fólk með linsur

Öskumistur lá eins og mara yfir gjörvöllu Suður- og Suðvesturlandi í dag og skyggni var lítið kringum gosstöðvarnar. Hætt er við að öskumistur af þessum toga verði viðvarandi vandamál í sumar, allt þar til snjóa tekur á ný í haust, segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík

Jón Gnarr verður næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Besti flokkurinn og Samfylkingin hélt núna klukkan fimm á þaki fjölbýlishúss í Breiðholti.

Ungir innbrotsþjófar áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur ungum mönnum sem voru handteknir af lögreglunni á Selfossi vegna gruns um fjölmörg innbrot og þjófnaði. Þá eru piltarnir einnig grunaðir um að aðild að 18 innbrotum í sumarbústaði í Borgarfirði sem lögreglan í Borgarfirði og Dölum eru með til rannsóknar.

Mikil svifryksmengun hefur ekki áhrif á flugsamgöngur

Mikil svifryksmengun í Reykjavík og víðar hefur ekki áhrif á flugsamgöngur innanlands samkvæmt Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Isavia, sem sér um rekstur Reykjavíkurflugvallar. Hún segir að aðvörun hafi verið gefin út til flugmanna en mengunin trufli ekki samgöngur að ráði.

Verða að vettugi kröfu almennings

Alþingi mun ekki taka afstöðu til frumvarpa um persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en í fyrsta lagi í haust. Allsherjarnefnd Alþingis frestaði afgreiðslu þessara mála í morgun en þingmaður Hreyfingarinnar sakar stjórnarflokkana um að virða að vettugi kröfu almennings um lýðræðisumbætur.

Leigjendur lögðu íbúð í rúst

Leigusali í miðbæ Reykjavíkur þurfti að hóta því að siga lögreglu og lögmönnum á leigjendur sína til að koma þeim út úr íbúð sem þeir höfðu nánast lagt í rúst. Tjónið er metið á þrjár milljónir króna.

Inspired by Iceland: Ein og hálf milljón SMS skilaboða

Þegar ferðaiðnaðurinn virtist vera að hrynja vegna eldgosa tóku ríkisstjórnin og félög í ferðaþjónustu saman höndum til þess að laða ferðamenn til landsins og fullvissa þá um að þeir væru ekki í lífshættu ef þeir kæmu í heimsókn.

Gufuvirkni minnkað í Eyjafjallajökli

Gufuvirkni hefur minnkað mikið frá því í síðustu viku í Eyjafjallajökli. Lítil virkni er í jöklinum, en hvít vatnsgufa steig upp frá eldstöðinni miðvikudaginn 2. júní í um 2,5 kílómetra hæð.

Meirihluti myndaður í Álftanesi

Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem fara með meirihluta í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Álftaness, hafa ásamt einum bæjarfulltrúa Framsóknarflokks og einum bæjarfulltrúa L-lista óháð framboð undirritað yfirlýsingu um samvinnu í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Álftanes. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Bæjarstarfsmaður verður bæjarstjóri

Nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn í Kópavogi en það er Guðrún Pálsdóttir sem hefur hingað til starfað sem sviðsstjóri menningarsviðs bæjarins auk þess sem hún hefur verið fjármálastjóri til 20 ára.

Sala nýrra bíla minnkar um 1%

Það sem af er árinu hafa 1.756 ökutæki verið nýskráð samanborið við 1.733 ökutæki eftir jafn marga daga á síðasta ári. Þetta kemur fram í fréttabréfi Umferðarstofu.

Sjá næstu 50 fréttir