Strætó gæti sparað milljónir í vistakstri 7. júní 2010 05:45 Þórólfur Gunnarsson segir Strætó vera „útópískt fyrirtæki“ því þar séu svo mörg tækifæri til hagræðingar. Fréttablaðið/valli Strætó bs. gæti sparað um 65 milljónir árlega með því að vistaka vögnum sínum, en fyrirtækið hefur ekki áhuga á hagræðingu. Þetta segir Þórólfur Gunnarsson framkvæmdastjóri Saga System, fyrirtækis sem sérhæfir sig í vistakstri. Blaðið greindi frá því á dögunum að Saga hefði selt flotastýringarkerfi sitt til Tide Buss, norsks rútufyrirtækis með um 1.300 bíla. Þegar Þórólfur er spurður um rekstur Strætós rifjar hann upp að 2003 hafi Saga sett vistaksturskerfi í vagna fyrirtækisins. En bílstjórarnir hafi fengið að setja eigin viðmið um hvað væri vistakstur. „Strætó setti kerfið þannig upp að nánast engin leið var að fara út yfir góðakstursmarkmið,“ segir Þórólfur. Strætó hafi því í fjögur ár, allt til 2007, borgað fyrir kerfi sem ekki var notað í raun. „Strætó er alveg útópískt fyrirtæki því þar eru svo mörg tækifæri til hagræðingar. En þetta er eina fyrirtækið sem okkur hefur mistekist að innleiða kerfið í,“ segir hann. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós segir að vistaksturskerfi Þórólfs hafi verið eitt af mörgum gæluverkefnum Strætós þegar Reynir hóf þar störf. Það hafi verið dýrt og ekki hentað fyrirtækinu. „Við kennum mönnum að aka eins vel og hægt er. Fyrirtæki getur verið með heimsins besta kerfi, en ef enginn kann á það þá nýtist það ekki. Hér hefur vantað þekkingu og við mátum það svo að við hefðum ekki bolmagn til að nota kerfið,“ segir hann. Aðrar leiðir hafi verið farnar í staðinn og einblínt á þjónustu fremur en aksturslag. Reynir svarar því ekki játandi spurður hvort vagnstjórar Strætós aki samkvæmt vistakstursviðmiðum. Starfsmenn séu þó sendir á slík námskeið. Meðalhraði Strætós sé lágur, þótt ekki sé allt fengið með því að keyra hægt. Spurður hvort rétt sé að ekki hafi verið farið eftir viðmiðum Saga eða viðvörunum hlýtt þegar kerfið var notað, segir hann að Þórólfur hafi einu sinni rætt þetta við sig: „Af hverju gripu þeir ekki alvarlega inn í, fyrst þeir vissu þetta?“ spyr Reynir. Um það að fyrirtækið hafi ekki áhuga á hagræðingu minnir hann á góðan tekjuafgang á síðasta ári. klemens@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Strætó bs. gæti sparað um 65 milljónir árlega með því að vistaka vögnum sínum, en fyrirtækið hefur ekki áhuga á hagræðingu. Þetta segir Þórólfur Gunnarsson framkvæmdastjóri Saga System, fyrirtækis sem sérhæfir sig í vistakstri. Blaðið greindi frá því á dögunum að Saga hefði selt flotastýringarkerfi sitt til Tide Buss, norsks rútufyrirtækis með um 1.300 bíla. Þegar Þórólfur er spurður um rekstur Strætós rifjar hann upp að 2003 hafi Saga sett vistaksturskerfi í vagna fyrirtækisins. En bílstjórarnir hafi fengið að setja eigin viðmið um hvað væri vistakstur. „Strætó setti kerfið þannig upp að nánast engin leið var að fara út yfir góðakstursmarkmið,“ segir Þórólfur. Strætó hafi því í fjögur ár, allt til 2007, borgað fyrir kerfi sem ekki var notað í raun. „Strætó er alveg útópískt fyrirtæki því þar eru svo mörg tækifæri til hagræðingar. En þetta er eina fyrirtækið sem okkur hefur mistekist að innleiða kerfið í,“ segir hann. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós segir að vistaksturskerfi Þórólfs hafi verið eitt af mörgum gæluverkefnum Strætós þegar Reynir hóf þar störf. Það hafi verið dýrt og ekki hentað fyrirtækinu. „Við kennum mönnum að aka eins vel og hægt er. Fyrirtæki getur verið með heimsins besta kerfi, en ef enginn kann á það þá nýtist það ekki. Hér hefur vantað þekkingu og við mátum það svo að við hefðum ekki bolmagn til að nota kerfið,“ segir hann. Aðrar leiðir hafi verið farnar í staðinn og einblínt á þjónustu fremur en aksturslag. Reynir svarar því ekki játandi spurður hvort vagnstjórar Strætós aki samkvæmt vistakstursviðmiðum. Starfsmenn séu þó sendir á slík námskeið. Meðalhraði Strætós sé lágur, þótt ekki sé allt fengið með því að keyra hægt. Spurður hvort rétt sé að ekki hafi verið farið eftir viðmiðum Saga eða viðvörunum hlýtt þegar kerfið var notað, segir hann að Þórólfur hafi einu sinni rætt þetta við sig: „Af hverju gripu þeir ekki alvarlega inn í, fyrst þeir vissu þetta?“ spyr Reynir. Um það að fyrirtækið hafi ekki áhuga á hagræðingu minnir hann á góðan tekjuafgang á síðasta ári. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira