Strætó gæti sparað milljónir í vistakstri 7. júní 2010 05:45 Þórólfur Gunnarsson segir Strætó vera „útópískt fyrirtæki“ því þar séu svo mörg tækifæri til hagræðingar. Fréttablaðið/valli Strætó bs. gæti sparað um 65 milljónir árlega með því að vistaka vögnum sínum, en fyrirtækið hefur ekki áhuga á hagræðingu. Þetta segir Þórólfur Gunnarsson framkvæmdastjóri Saga System, fyrirtækis sem sérhæfir sig í vistakstri. Blaðið greindi frá því á dögunum að Saga hefði selt flotastýringarkerfi sitt til Tide Buss, norsks rútufyrirtækis með um 1.300 bíla. Þegar Þórólfur er spurður um rekstur Strætós rifjar hann upp að 2003 hafi Saga sett vistaksturskerfi í vagna fyrirtækisins. En bílstjórarnir hafi fengið að setja eigin viðmið um hvað væri vistakstur. „Strætó setti kerfið þannig upp að nánast engin leið var að fara út yfir góðakstursmarkmið,“ segir Þórólfur. Strætó hafi því í fjögur ár, allt til 2007, borgað fyrir kerfi sem ekki var notað í raun. „Strætó er alveg útópískt fyrirtæki því þar eru svo mörg tækifæri til hagræðingar. En þetta er eina fyrirtækið sem okkur hefur mistekist að innleiða kerfið í,“ segir hann. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós segir að vistaksturskerfi Þórólfs hafi verið eitt af mörgum gæluverkefnum Strætós þegar Reynir hóf þar störf. Það hafi verið dýrt og ekki hentað fyrirtækinu. „Við kennum mönnum að aka eins vel og hægt er. Fyrirtæki getur verið með heimsins besta kerfi, en ef enginn kann á það þá nýtist það ekki. Hér hefur vantað þekkingu og við mátum það svo að við hefðum ekki bolmagn til að nota kerfið,“ segir hann. Aðrar leiðir hafi verið farnar í staðinn og einblínt á þjónustu fremur en aksturslag. Reynir svarar því ekki játandi spurður hvort vagnstjórar Strætós aki samkvæmt vistakstursviðmiðum. Starfsmenn séu þó sendir á slík námskeið. Meðalhraði Strætós sé lágur, þótt ekki sé allt fengið með því að keyra hægt. Spurður hvort rétt sé að ekki hafi verið farið eftir viðmiðum Saga eða viðvörunum hlýtt þegar kerfið var notað, segir hann að Þórólfur hafi einu sinni rætt þetta við sig: „Af hverju gripu þeir ekki alvarlega inn í, fyrst þeir vissu þetta?“ spyr Reynir. Um það að fyrirtækið hafi ekki áhuga á hagræðingu minnir hann á góðan tekjuafgang á síðasta ári. klemens@frettabladid.is Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Strætó bs. gæti sparað um 65 milljónir árlega með því að vistaka vögnum sínum, en fyrirtækið hefur ekki áhuga á hagræðingu. Þetta segir Þórólfur Gunnarsson framkvæmdastjóri Saga System, fyrirtækis sem sérhæfir sig í vistakstri. Blaðið greindi frá því á dögunum að Saga hefði selt flotastýringarkerfi sitt til Tide Buss, norsks rútufyrirtækis með um 1.300 bíla. Þegar Þórólfur er spurður um rekstur Strætós rifjar hann upp að 2003 hafi Saga sett vistaksturskerfi í vagna fyrirtækisins. En bílstjórarnir hafi fengið að setja eigin viðmið um hvað væri vistakstur. „Strætó setti kerfið þannig upp að nánast engin leið var að fara út yfir góðakstursmarkmið,“ segir Þórólfur. Strætó hafi því í fjögur ár, allt til 2007, borgað fyrir kerfi sem ekki var notað í raun. „Strætó er alveg útópískt fyrirtæki því þar eru svo mörg tækifæri til hagræðingar. En þetta er eina fyrirtækið sem okkur hefur mistekist að innleiða kerfið í,“ segir hann. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós segir að vistaksturskerfi Þórólfs hafi verið eitt af mörgum gæluverkefnum Strætós þegar Reynir hóf þar störf. Það hafi verið dýrt og ekki hentað fyrirtækinu. „Við kennum mönnum að aka eins vel og hægt er. Fyrirtæki getur verið með heimsins besta kerfi, en ef enginn kann á það þá nýtist það ekki. Hér hefur vantað þekkingu og við mátum það svo að við hefðum ekki bolmagn til að nota kerfið,“ segir hann. Aðrar leiðir hafi verið farnar í staðinn og einblínt á þjónustu fremur en aksturslag. Reynir svarar því ekki játandi spurður hvort vagnstjórar Strætós aki samkvæmt vistakstursviðmiðum. Starfsmenn séu þó sendir á slík námskeið. Meðalhraði Strætós sé lágur, þótt ekki sé allt fengið með því að keyra hægt. Spurður hvort rétt sé að ekki hafi verið farið eftir viðmiðum Saga eða viðvörunum hlýtt þegar kerfið var notað, segir hann að Þórólfur hafi einu sinni rætt þetta við sig: „Af hverju gripu þeir ekki alvarlega inn í, fyrst þeir vissu þetta?“ spyr Reynir. Um það að fyrirtækið hafi ekki áhuga á hagræðingu minnir hann á góðan tekjuafgang á síðasta ári. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira