Innlent

Utanvegaakstur kærður til lögreglu

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur staðið fyrir reglulegu eftirlitsflugi yfir Arnarvatnsheiði í vor. Í gær sást til veiðimanna við Fiskivatn stytta sér leið og aka utan vegar. Teknar voru myndir af bifreiðinni og málið kært til lögreglunnar, að því er fram kemur á fréttavefnum Skessuhorn.

Þar segir að undanfarin ár hafi það viljað brenna við á vorin að veiðimenn hafi þjófstartað með því að fara of snemma á heiðina og það þó að vegurinn hafi verið lokaður.

Í samtali við Skessuhorn segir Snorri Jóhannsson, veiðivörður, að veiðimennirnir hafi ætlað að spara sér göngu með því að aka norðan við vatnið. Þar er ekki vegaslóði. Í framhaldinu voru teknar myndir af bifreiðinni og málið kært til lögreglu. Hægt er að lesa fréttina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×