SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2025 07:38 fagnar Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri segir málið vandmeðfarið en það verði að ræða það. Aðsend Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur miklar áhyggjur af mikilli hækkun á kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn og áhrif þess á fjárhag sveitarfélagsins. Mikill fjöldi þeirra 180 flóttamanna sem býr á Bifröst þiggur fjárhagsaðstoð og fellur kostnaðurinn á sveitarfélagið í fyrsta sinn í ár. Sveitarstjórn fól nýverið sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið. Minnisblaðið var í kjölfarið sent á þingmenn, ráðherra málaflokksins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og eftir atvikum aðra sem hafa með málaflokkinn að gera. Minnisblaðið var tekið til umræðu á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga um helgina. Þar tók stjórn sambandsins undir áhyggjur Borgarbyggðar. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur undir áhyggjur Borgarbyggðar af vaxandi kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar og leggur áherslu á mikilvægi þess að koma í veg fyrir frekari kostnaðaraukningu. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að eiga samtal við fulltrúa Borgarbyggðar og annarra sveitarfélaga í svipaðri stöðu um aðkomu Sambandsins að viðræðum við ríkið,“ segir í fundargerð stjórnar. Í viðtali við Morgunblaðið í dag fagnar Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, að sveitarfélagið hafi fengið góð viðbrögð við því að vekja máls á þessu. Hann viti að umræðan sé ekki auðveld og vandmeðfarin en það sé nauðsynlegt að vekja athygli á málinu. Ekki gert ráð fyrir að þetta yrði langtímabúseta Í minnisblaðinu kemur fram að í Borgarbyggð séu búsettir 180 flóttamenn á grundvelli samnings um samræmda móttöku flóttamanna. Af þeim eru 122 fullorðnir og 58 börn. Fyrstu tvö árin eftir komu þeirra 2022, þegar stríðið hófst, hafi ríkissjóður endurgreitt sveitarfélögum kostnað vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn, eftir það falli hann alfarið á sveitarfélögin sjálf og að í tilviki Borgarbyggðar sé það með verulega neikvæðum áhrifum á rekstur sveitarfélagsins. Þá er bent á að strax við innrás Pútíns 2022 hafi Háskólinn á Bifröst boðið fram bráðabirgðahúsnæði fyrir flóttamenn á Bifröst. Óskað hafi verið eftir þátttöku Borgarbyggðar sem samþykkti að veita flóttamönnum félagsþjónustu gegn endurgreiðslu ríkisins á útlögðum kostnaði. Á grundvelli þessa samnings hafi svo að jafnaði 120 til 150 manns dvalið á Bifröst í þrjá til fjóra mánuði hver. Ekki hafi verið gert ráð fyrir að á Bifröst yrði langtímabúseta flóttamanna. Frá þeim tíma hafi þessi búseta tekið miklum breytingum. Búið sé að selja hluta húsnæðisins eða koma lausu húsnæði í langtímaleigu til flóttamanna. Staðan sé því þannig að af samtals 305 íbúum á Bifröst séu 228 með úkraínskt ríkisfang sem þarf að stórum hluta að reiða sig á fjárhagsaðstoð til að greiða leigu. Óásættanleg þróun „Þessi þróun er óásættanleg fyrir Borgarbyggð. Sveitarfélagið hefur ekki verið haft með í ráðum um þessa þróun en fær nú sendan reikninginn. Sala eða þróun eigna Háskólans á Bifröst hefur verið háð samkomulagi við HMS. Við hvert skref sem stigið var í átt að samkomulagi bættust fleiri eignir til sölu og leigu á Bifröst. Borgarbyggð hefur ítrekað boðið fram liðsinni við þróun byggðar á Bifröst en aðstæður til þess skapast ekki fyrr en við lokauppgjör milli HMS og háskólans,“ segir í minnisblaðinu. Frá því að innrás hófst í Úkraínu hefur fjöldi flóttamanna komið til landsins frá Úkraínu. Hluti þeirra hefur búið tímabundið eða nú til langs tíma á Bifröst. Vísir/Vilhelm Alls þiggja 126 manns fjárhagsaðstoð frá Borgarbyggð. Þar af eru 105 íbúar frá Úkraínu með búsetu á Bifröst. Það samsvarar, samkvæmt minnisblaðinu, um 3,3 prósent af öllum fullorðnum íbúum Borgarbyggðar. Kostnaður í hverjum mánuði er 27 milljónir króna og framlag ríkisins lækkar jafnt og þétt. Bent er á að á fyrsta ársfjórðungi hafi hreinn kostnaður Borgarbyggðar vegna fjárhagsaðstoðarinnar verið 31 milljón króna og að hún muni hækka eftir því sem líður á árið. Við lok árs gæti það samanlagt orðið 150 til 200 milljónir. Það jafngildi útsvarstekjum um 120-160 manna vinnustaðar. Stór hluti eldri borgarar Þá er bent á að stór hluti þeirra sem þiggi fjárhagsaðstoð eru yfir 60 ára aldri og um 20 eldri en 67 ára. Hópurinn hafi nær engin lífeyrisréttindi og sé í hættu á að ílengjast til æviloka á fjárhagsaðstoð. Verði það raunin verði sveitarfélagið að bregðast við með því að skerða aðra þjónustu við íbúa. Í minnisblaðinu segir að Borgarbyggð hafi alltaf gengið út frá því að verða ekki fyrir beinum „fjárhagslegum skaða“ af þátttöku í verkefninu er varði móttöku flóttamanna. En sú forsenda hafi gjörbreyst og sveitarfélagið hafi brugðist við með því að breyta reikniformúlu um fjárhagsaðstoð, herða tilkynningarskyldu til flóttamanna og ráðist í átak til að draga erlendar greiðslur frá auk þess sem þau hafi tekið upp niðurgreiddar samgöngur við Borgarnes. Aðgerðirnar hafi leitt til þess að greiðslur hafi verið skertar eða felldar niður en þetta leysi seint vandann. Atvinnuástand sé gott á svæðinu en staðreyndin sé sú að stór hluti þessa hóps eigi aldrei eftir að fara á atvinnumarkað. Ljóst sé að Bifröst sé auk þess ekki vænleg staðsetning fyrir fólk upp á möguleika á atvinnu eða þjónustu. „Bifröst er ekki vænlegur staður fyrir fjölmenna byggð flóttamanna. Það hefur ítrekað komið fram af hálfu sveitarfélagsins. Vinnumálastofnun og ráðuneyti málaflokksins hafa hins vegar lagt allt kapp á að koma fólki í húsnæði og það hefur verið að finna á Bifröst. Ríkið hefur engan veginn staðið við sinn hluta samkomulags um að styðja flóttamenn til atvinnuþátttöku heldur sveitarfélagið borið þungann af þeirri þjónustu,“ segir í minnisblaðinu. Ætti ekki að vera fjárhagsleg byrði Það hafi verið þeirra skilningur að móttaka flóttamanna ætti ekki að vera fjárhagsleg byrði sem það sé nú orðið. „Borgarbyggð getur ekki setið undir því að flóttamönnum sé safnað saman á Bifröst á kostnað sveitarfélagsins. Borgarbyggð óskar eftir því að stjórnvöld mæti þeim áfallna kostnaði sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir á yfirstandandi ári. Þá fer Borgarbyggð fram á ríkið geri ráðstafanir til að stöðva frekari kostnaðarauka hjá sveitarfélaginu vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn,“ segir að lokum. Borgarbyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sveitarstjórnarmál Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Sveitarstjórn fól nýverið sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið. Minnisblaðið var í kjölfarið sent á þingmenn, ráðherra málaflokksins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og eftir atvikum aðra sem hafa með málaflokkinn að gera. Minnisblaðið var tekið til umræðu á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga um helgina. Þar tók stjórn sambandsins undir áhyggjur Borgarbyggðar. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur undir áhyggjur Borgarbyggðar af vaxandi kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar og leggur áherslu á mikilvægi þess að koma í veg fyrir frekari kostnaðaraukningu. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að eiga samtal við fulltrúa Borgarbyggðar og annarra sveitarfélaga í svipaðri stöðu um aðkomu Sambandsins að viðræðum við ríkið,“ segir í fundargerð stjórnar. Í viðtali við Morgunblaðið í dag fagnar Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, að sveitarfélagið hafi fengið góð viðbrögð við því að vekja máls á þessu. Hann viti að umræðan sé ekki auðveld og vandmeðfarin en það sé nauðsynlegt að vekja athygli á málinu. Ekki gert ráð fyrir að þetta yrði langtímabúseta Í minnisblaðinu kemur fram að í Borgarbyggð séu búsettir 180 flóttamenn á grundvelli samnings um samræmda móttöku flóttamanna. Af þeim eru 122 fullorðnir og 58 börn. Fyrstu tvö árin eftir komu þeirra 2022, þegar stríðið hófst, hafi ríkissjóður endurgreitt sveitarfélögum kostnað vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn, eftir það falli hann alfarið á sveitarfélögin sjálf og að í tilviki Borgarbyggðar sé það með verulega neikvæðum áhrifum á rekstur sveitarfélagsins. Þá er bent á að strax við innrás Pútíns 2022 hafi Háskólinn á Bifröst boðið fram bráðabirgðahúsnæði fyrir flóttamenn á Bifröst. Óskað hafi verið eftir þátttöku Borgarbyggðar sem samþykkti að veita flóttamönnum félagsþjónustu gegn endurgreiðslu ríkisins á útlögðum kostnaði. Á grundvelli þessa samnings hafi svo að jafnaði 120 til 150 manns dvalið á Bifröst í þrjá til fjóra mánuði hver. Ekki hafi verið gert ráð fyrir að á Bifröst yrði langtímabúseta flóttamanna. Frá þeim tíma hafi þessi búseta tekið miklum breytingum. Búið sé að selja hluta húsnæðisins eða koma lausu húsnæði í langtímaleigu til flóttamanna. Staðan sé því þannig að af samtals 305 íbúum á Bifröst séu 228 með úkraínskt ríkisfang sem þarf að stórum hluta að reiða sig á fjárhagsaðstoð til að greiða leigu. Óásættanleg þróun „Þessi þróun er óásættanleg fyrir Borgarbyggð. Sveitarfélagið hefur ekki verið haft með í ráðum um þessa þróun en fær nú sendan reikninginn. Sala eða þróun eigna Háskólans á Bifröst hefur verið háð samkomulagi við HMS. Við hvert skref sem stigið var í átt að samkomulagi bættust fleiri eignir til sölu og leigu á Bifröst. Borgarbyggð hefur ítrekað boðið fram liðsinni við þróun byggðar á Bifröst en aðstæður til þess skapast ekki fyrr en við lokauppgjör milli HMS og háskólans,“ segir í minnisblaðinu. Frá því að innrás hófst í Úkraínu hefur fjöldi flóttamanna komið til landsins frá Úkraínu. Hluti þeirra hefur búið tímabundið eða nú til langs tíma á Bifröst. Vísir/Vilhelm Alls þiggja 126 manns fjárhagsaðstoð frá Borgarbyggð. Þar af eru 105 íbúar frá Úkraínu með búsetu á Bifröst. Það samsvarar, samkvæmt minnisblaðinu, um 3,3 prósent af öllum fullorðnum íbúum Borgarbyggðar. Kostnaður í hverjum mánuði er 27 milljónir króna og framlag ríkisins lækkar jafnt og þétt. Bent er á að á fyrsta ársfjórðungi hafi hreinn kostnaður Borgarbyggðar vegna fjárhagsaðstoðarinnar verið 31 milljón króna og að hún muni hækka eftir því sem líður á árið. Við lok árs gæti það samanlagt orðið 150 til 200 milljónir. Það jafngildi útsvarstekjum um 120-160 manna vinnustaðar. Stór hluti eldri borgarar Þá er bent á að stór hluti þeirra sem þiggi fjárhagsaðstoð eru yfir 60 ára aldri og um 20 eldri en 67 ára. Hópurinn hafi nær engin lífeyrisréttindi og sé í hættu á að ílengjast til æviloka á fjárhagsaðstoð. Verði það raunin verði sveitarfélagið að bregðast við með því að skerða aðra þjónustu við íbúa. Í minnisblaðinu segir að Borgarbyggð hafi alltaf gengið út frá því að verða ekki fyrir beinum „fjárhagslegum skaða“ af þátttöku í verkefninu er varði móttöku flóttamanna. En sú forsenda hafi gjörbreyst og sveitarfélagið hafi brugðist við með því að breyta reikniformúlu um fjárhagsaðstoð, herða tilkynningarskyldu til flóttamanna og ráðist í átak til að draga erlendar greiðslur frá auk þess sem þau hafi tekið upp niðurgreiddar samgöngur við Borgarnes. Aðgerðirnar hafi leitt til þess að greiðslur hafi verið skertar eða felldar niður en þetta leysi seint vandann. Atvinnuástand sé gott á svæðinu en staðreyndin sé sú að stór hluti þessa hóps eigi aldrei eftir að fara á atvinnumarkað. Ljóst sé að Bifröst sé auk þess ekki vænleg staðsetning fyrir fólk upp á möguleika á atvinnu eða þjónustu. „Bifröst er ekki vænlegur staður fyrir fjölmenna byggð flóttamanna. Það hefur ítrekað komið fram af hálfu sveitarfélagsins. Vinnumálastofnun og ráðuneyti málaflokksins hafa hins vegar lagt allt kapp á að koma fólki í húsnæði og það hefur verið að finna á Bifröst. Ríkið hefur engan veginn staðið við sinn hluta samkomulags um að styðja flóttamenn til atvinnuþátttöku heldur sveitarfélagið borið þungann af þeirri þjónustu,“ segir í minnisblaðinu. Ætti ekki að vera fjárhagsleg byrði Það hafi verið þeirra skilningur að móttaka flóttamanna ætti ekki að vera fjárhagsleg byrði sem það sé nú orðið. „Borgarbyggð getur ekki setið undir því að flóttamönnum sé safnað saman á Bifröst á kostnað sveitarfélagsins. Borgarbyggð óskar eftir því að stjórnvöld mæti þeim áfallna kostnaði sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir á yfirstandandi ári. Þá fer Borgarbyggð fram á ríkið geri ráðstafanir til að stöðva frekari kostnaðarauka hjá sveitarfélaginu vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn,“ segir að lokum.
Borgarbyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sveitarstjórnarmál Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira