Innlent

Eldur í gróðri í Heiðmörk

Mynd/Stefán Karlsson
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í gróðri við Maríuhella í Heiðmörk skömmu fyrir klukkan ellefu í dag. Tveir dælubílar fóru á vettvang og er unnið að niðurlögum eldsins. Varðstjóri segir að slökkviliðsmenn komi til með að vera á svæðinu í nokkra stund. Ekki fengust upplýsingar á hversu stóru svæði eldurinn er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×