Innlent

Sútunarverksmiðja opnuð fyrir gesti og gangandi

Eina sútunarverksmiðja landsins hefur opnað dyr sínar fyrir gesti og gangandi. Ferðamenn um Skagafjörð í sumar geta því dáðst að fleiru en fegurð fjarðarins og fengið að fylgjast með sútunarferlinu.

Þótt bæjarhátíðum og söfnum hafi fjölgað hringinn í kringum landið - verður fólk á ferð um landið stundum uppiskroppa með hugmyndir um hvað eigi nú að gera sér til dundurs eftir ísinn og sundið. Á Sauðárkróki hefur nýr og öðruvísi áningarstaður bæst í ferðaflóruna - Gestastofa sútarans.

„Við fundum mikið fyrir því að fólki vildi koma hingað og sjá inn í verksmiðjuna. Þannig að það var annað hvort að hætta því eða gera þetta almennilega og bjóða fólkið bara velkomið," segir Sigríður Káradóttir, framkvæmdastjóri Gestastofu Sútarans.

Þeir sem vilja geta því alla virka daga fengið að skoða verksmiðjuna og fylgjast með fólki súta roð af karfa, hlýra, laxi og þorski og lamba- og hreindýraleður. Ferlið hefst með því að roð og skinn kemur frosið á Krókinn, síðan er roðið sútað, skafið og afhreistrað, þá hefst hin eiginlega sútun - sem á að koma í veg fyrir að skinnin úldni. Því næst eru skinnin lituð og það í öllum regnbogans litum - þurrkuð, strekkt og vöskuð.

Og þá er hægt að skoða, og jafnvel kaupa leyfi kortastaðan það, alls kyns fínerí sem hönnuðir hafa unnið úr sútuðu skinnunum. Nú eða kaupa nýsútuð skinn og nota fríið til að finna listamanninn inni í sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×