Innlent

Málefnasamningur lagður fyrir flokkana eftir helgi

Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Mynd/GVA

„Við höfum náð samkomulagi um flesta hluti og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að við myndum meirihluta," segir Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Vinstri grænir komust í oddaaðstöðu eftir kosningarnar á laugardaginn þegar meirihluti Samfylkingarinnar féll. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengu fimm bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum og VG einn. Í kjölfarið hófu Vinstri grænir viðræður við Samfylkinguna um myndun nýs meirihluta.

Meirihlutaviðræðurnar hafa gengið vel. Guðmundur Rúnar og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafa ekki fundað um málefnasamninginn um helgina. „Við ákváðum að gefa okkur tíma með fjölskyldunum en ég heyri örugglega í henni á eftir," segir Guðmundur Rúnar. Hann á von á því að þau hittist á fundi á morgun og að í framhaldinu boði flokkarnir til félagsfunda.

Guðmundur Rúnar vill ekki greina frá hvað felst í væntanlegu samkomulagi flokkanna varðandi bæjarstjórastólinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×